hérna er smá handrit að útvarpsþætti um autechre sem ég gerði sem lokaverkefni í Tex103 (texti og textameðferð)

Autechre

Tvíeykið Autechre hefur haldið athygli minni allt frá því að ég heyrði í þeim í fyrsta skipti. Ég hafði heyrt af þeim rúmum mánuði áður en ég keypti mér fyrstu diskana með þeim. Ég hafði í 2 ár verið áhugamaður um raftónlist og var að sanka að mér efni úr ýmsum áttum. Haustið 2000 kynntist ég strák sem var kærasti vinkonu minnar og sátum við kvöld eitt inni í eldhúsi og vorum að hlusta á tónlist og snerist umræðan fljótt út í framsækna og tilraunakennda raftónlist. Talaði hann afskaplega vel um hljómsveitina Autechre. Í fyrstu misheyrðist mér nafnið Autechre og heyrðist hann hafa sagt Watercrane, og öðrum vini mínum líka. En sá vinur minn fór stuttu seinna suður til Reykjavíkur og fékk að heyra í tvíeykinu hjá öðrum vini okkar. Næsta dag gekk hann inn í plötubúð og bað um watercrane, afgreiðslumaðurinn horfði á hann sljóum augum og sagðist ekki hafa hugmynd um hvað hann væri að tala um. Vinur minn fór þá og gramsaði í úrvalinu og kom skömmu síðar með plötuna Chiastic Slide eftir Autechre sem mörgum þykir eitt besta verk Autechre. En nóg um það
Snúum okkur að hljómsveitinni sjálfri.

Autechre samanstendur af þeim Sean Booth og Rob Brown. Þeir kynntust í gegnum sameigilegan vin árið 1987. Þá voru þeir 15 og 17 ára gamlir. Þeir uppgötvuðu að þeir áttu næstum nákvæmlega sama plötu safnið, höfðu sameigilega ást á breakdansi og höfðu báðir hjólað mikið á BMX hjólum.
Báðir höfðu þeir furðuleg hljóð svamlandi um í höfðinu á sér en fyrst byrjuðu þeir að semja hip-hop og stunda graffiti og en þann dag í dag sjást ummerki um tagging hæfileika þeirra í Manchester. Úr hip-hoppinu fóru þeir yfir acid tónlist og þaðan af yfir industrial hljóminn. Og það var þar sem þeir uppgötvuðu hvað það var sem vantaði í hip-hoppið, rafræna hljóminn. Svo að þeir keyptu sér trommuheila og byrjuðu að fylla í eyðurnar sjálfir með furðulegum tónlistarlegum formum.

Smá saman fóru þeir að skapa sér orðstír, og viðtal á local “sjóræningja” (pirate) útvarpstöð gaf þeim tækifæri til að sjá um sinn eigin útvarpsþátt, sem þeir gera enn þann dag í dag.

Árið 1991 gáfu þeir út sína fyrstu smáskífu, Cavity Job, undir nafninu M.Y.S.L.B. ég hef því miður ekki þetta verk undir höndum svo að ég get ekki spilað neitt af þeirri plötu.

Fyrsta breiðskífa Autechre var gefin út í nóvember 1993, af plötufyrirtækinu Warp sem gefur út t.d Aphex Twin, Nightmares on Wax og Plaid.Og bar hún nafnið Incunabula, en orðið incunabel er úr latínu og þýðir einmitt “hið fyrsta” eða “fyrsta prentun bókar”.
Plötu umslagið, sem er afmyndum af ritmáli og rúmfræði gefur nokkuð góða mynd af tónlistinni. Og það að reyna að bera tónlistina saman við eitthvað annað var tilgangslaust, Rob og Sean fóru að lýsa tónlistinni sinni einfaldlega sem “Autechre”.
Og það er enn þann dag í dag eina orðið sem lýsir tónlistinni nógu vel.
Við skulum heyra lagið Kalpol Introl sem er fyrsta lagið á Incunabula.

<IN Kalpol Intro>
<OUT>

Árið 1994 var annasamt hjá Autechre, vegna þess að þar gerðist svolítið sem ekki gerist oft. Autechre tók þátt í mótmælum, en Autechre eru þekktir fyrir það halda sig úr sviðsljósinu. Þeir gáfu út smáskífu sem hét Anti-EP til að mótmæla frumvarpi Ríkisstjórnar varðandi “endurtekna” eða repetive takta, sem var þá mikið áhyggju efni vegna vaxandi fíkniefnaneyslu. Fyrri hlutinn af plötunni var samansettur úr endurteknum töktum en seinni hlutinn er samansettur úr óendurteknum, nonrepetive töktum.

Undir lok árs 1994 tók út önnur breiðskífa Autechre, Amber. Og er oft talað um að á Incunabula hafi þeir verið með hrjúf fjallkennd landslög en á Amber hafi þeir verið að slípa brúnirnar.
Við skulum heyra lagið Glitch af plötunni Amber

<IN Glitch>
<OUT Speech>

Þriðju plötu Autechre, Tri Repetae, sem kom út í Nóvember 1995 hefur verið líkt við tímamótaverk í ferli Autechre og sem í breskri raftónlistarsögu. Því að tónlistin sem heyrist þar er hreint út sagt ekki úr þessum heimi. Og miðað við það sem var að gerast í tónlist í Bretlandi og heiminum á þessum tíma er þessi plata ótrúleg. Lögin eru framúrstefnuleg og hljóma eins og eitthvað út úr dýpstu hornum alheimsins.
En það er vonlaust að reyna að lýsa tónlist með orðum svo að við skulum hlusta á þriðja lagið af þessari mögnuðu plötu, Leteral.

<IN Leteral>
<OUT Speech>

Það er víst ekki hægt að tala um Autechre án þess að ræða aðeins um Gescom, Gescom er verkefni sem Autechre eru viðrinir í. Gescom samanstendur víst af um 20 manns sem allir semja raftónlist, og þegar þeir gefa út plötu veit enginn hver er að semja tónlistina á disknum nema þeir sem semja hana auðvitað. Munurinn á tónlist Gescom og Autechre er víst sá að Gescom eru meira eðlilegri á milli gæsalappa. Autechre semur meiri óhefðbundnari og súrrealískari tónlist. En snúum okkur nú að næsta albúmi, Chiastic Slide, sem kom út í febrúar árið 1997.
Fyrst þarna voru Autechre búnir að fullþróa stílinn sinn og eins og sagði hérna áður þykir mörgum þetta vera eitt besta verk Autechre. Ég er hinsvegar ósammála en förum nánar út í það á eftir. Við skulum heyra dæmi af þessari frábæru plötu, lagið Rettic AC sem er stutt og laggott en himneskt engu að síður.

<IN Rettic AC>
<OUT Speech>

Þá er komið að því, LP5, er kom út 1998, sem er að mínu mati langbesta plata Autechre, melódíurnar minna mig á himnaríki og taktarnir eru guðdómlegir. Ég er búinn að hlusta á þessa plötu með vissu millibili í rúm 2 ár og aldrei fæ ég leið á henni. Bara sú tilhugsun að það sé hægt að semja svona góða tónlist fyllir mig gleði.
Það heyrist greinilega hvernig á þessari plötu hvernig þróunarstökkin, ef svo má að orði komast, hjá Autechre eru gífurleg.
Platan samanstendur af 11 lögum sem eru hvert öðru betra. Og það heyrist að Autechre eru stanslaust að þróa sinn eigin stíl í gegnum hverja plötu. Einnig finnst mér best við þessa plötu hvað hún er einlæg í fallegum melódíunum.
Nú ætla ég að spila fyrir ykkur tvo lög, mér hefur alltaf fundist fyrra lagið vera nokkurs konar intro að seinna laginu. En það eru lög 4 og 5 eða Melve og Vose In.

<In Melve + Vose In>
<OUT Speech>

Samkvæmt viðtali við Autechre frá 1998 er lagavinnsla þeirra algjörlega handahófskennd, þeir eiga báðir sín eigin studio sem eru drekhlaðin hverskyns græjum, hljóðgervlum, samplerum tölvum o.s.frv, Þeir semja einnig lög upp á eigin spýtur, eða það er að segja án áhrifa frá hvor öðrum. Sean Booth segir í viðtalinu að það á góðri viku semji þeir svona 60 mínutur af efni. Fyrir t.d plötuni Chiastic Slide voru þeir með 300 mínutur af efni sem þeir vildu koma fyrir á plötunni, en þeir þurftu að sía það besta út.

Platan sem kemur á Eftir LP5 er smáskífan EP7, þetta er furðuleg plata að því leyti að hún er smáskífa en er samt í fullri lengd. Það sem er enn furðulegra er að ég á þessu plötu undir nafninu LP7 sem gefur til kynna að hún sé breiðskífa.
Stökkið frá LP5 yfir EP7 er rosalegt, vinalegu melódíurnar eru í lágmarki hérna og kaldranalegt rafflæði er í hámarki, platan er samt mjög vel gerð og hljómar frábærlega, sum lögin eru svona þemalög fyrir taugaáfall. Þetta er svona sinister hljómur sem maður hefur heyrt á öðrum plötum með þeim en hérna eru þeir greinilega að einbeita sér að honum. Það er þó að finna nokkrar himneskar melódíur á þessari plötu eins og í laginu sem ég ætla að spila fyrir ykkur núna, en fyrst ætla ég að spila lagið á undan til að gefa innsýn í hvað ég á við með kaldranalegu rafflæði. Spilum því 2 lög í röð, fyrst hið óhuggulega Netlon Sentinel og svo hið vinalega Pir.

<IN Netlon Sentinelm, Pir>
<OUT Speech>

Nýjasta breiðskífa Autechre er platan Confield sem kom út í Apríl 2001, við fyrstu hlustun hljómaði þessi plata illa. Mér fannst hún dauðhreinsuð og laus við alla tilfinningu, skrýtnir taktar og kynkaldar melódíur (ef það voru einhverjar þ.e.a.s) en því oftar sem ég hlustaði á plötuna því betri fannst mér hún. Út frá skrýtnu töktunum fór ég að heyra hljóð og aðrar melódíur sem voru mjúkar og einlægar. það er því nauðsynlegt að melta diskinn áður en maður dæmir hann, því að í dag tel ég hann vera með bestu verkum Autechre. Og eftir að ég náði að melta þennan disk á ég auðveldara með að skilja tormeltara efni eftir þessa blessuðu hljómsveit. En engu að síður er diskurinn mjög drungalegur. Sean Booth segir í viðtali að með þessari plötu hafi Autechre ekki verið að reyna að eignast nýja aðdáendur heldur að vera tryggir gömlu harðhausunum sem höfðu fylgt þeim frá upphafi og tókst þeim það bráðvel.
En nú skulum við heyra eitt af þessum drungalegu lögum, en það er lagið Parhelic Triangle, takturinn minnir mig á stórt vélskordýr að éta maka sinn og melódían finnst mér lýsa því ferli.

<IN Parhelic Triangle>
<OUT Speech>

Jæja, þá fer þessari umfjöllun senn að ljúka og ég vona að þú, hlustandi góður, hafir fengið einhverja innsýn í hinn magna tónheim Autechre.
Að lokum ætla ég að fjalla um nýjustu smáskífu Autechre, Gantz Graf, sem kom út í ágúst síðasliðnum. Þetta er tvöföld plata, þ.e.a.s einn DVD fylgir með sem inniheldur 3 myndbönd eftir Autechre, þar á meðal myndbandið við nýja lagið þeirra Gantz Graf. Það er yndisleg upplifun að horfa á myndbandið við lagið, en það er vonlaust að lýsa því með orðum svo ég mæli með að þeir sem hafi tök á kaupi sér diskinn hið snarasta. Nú, lögin á disknum eru mjög flott og ekki jafn tormelt og lögin sem voru á Confield.
Við skulum enda þáttinn á að hlusta á lagið Cap IV sem er síðasta lagið á smáskífunni. Takturinn í þessu lagi er sönnun fyrir því að Autechre eru endalaust að þróa stílinn sinn og standa ekki í stað sem er mjög sjaldgæft meðal tónlistarmanna.
Takk fyrir að hlusta og góða nótt.

<IN Cap IV>
<OUT blebleble