Svona til að brjótast frá þessari sífelltu Trance umræðu þá tók ég hérna saman upplýsingar um frummkvöðull raftónlistar á Íslandi.


Magnús Blöndal Jóhannesson fæddist árið 1925 og er frumkvöðul raftónlistar á Íslandi.Magnús var við nám í Bandaríkjunum og flutti svo aftur til Íslands 1954 og starfaði í stuttan tíma á Vísi og gerðist starfsmaður tónlistardeildar Ríkissútvarpsins 1955 og starfaði þar til 1972.Jafnframt því var hann píanóleikari og aðstoðarkórstjóri við Þjóðleikhúsið 1955 – 61.

Tónverk Magnúsar voru hefðbundinn framann af en um miðja seinustu öld hóf hann að gera tilraunir með 20. aldar tónsmíðar.

Árið 1959 samdi hann fyrsta Elektróníska verkið sitt sem jafnframt er fyrsta íslenska tónverkið þar sem elektrónískri tækni er beitt.
Verkið nefndist Elektrónísk Stúdía og fellur verkið í sér hljóðfæraleik og sínustóna sem spilaðir eru af segulbandi

Verkið er merkilegt út frá því að tónskáldið réði yfir takmarkaðri tækni.Hann hafði aðgang að segulbandstækjum og sínusgenarator hjá Ríkisútvarpinu og svo bjó hann til suð með því að skipta á milli útvarpstöðva.

Þegar Magnús kom með þetta verk þá voru aðeins 10 ár síðan fyrstu elektrónísku verkin urðu til í Þýskalandi og Frakklandi.

Frægasta verk Magnúsar er verkið Constellation en þar er eitt af einkennum Magnúsar vel sjáanlegt en það er að skapa upp úr minnsta fáanlega hráefni.
Þarna notar hann meðal annars sínustóna, pappahólk og kvennraddir.
Þetta verk hefur verið flutt víða um heim og var frumkvöðull raftónlistar Karlheinz Stockhausen mjög hrifinn af því og notaði það oft í fyrirlestrum sínum

Magnús hefur samið fjölda annara verka og má nefna í því sambandi þríleikinn Sonorities.
Á árunum 1972–80 samdi Magnús ekkert en svo fór hann að gera tilraunir með hljóðgerfla og urðu þá meðal annars til verkin Hieroglyphics og Atmos I.

Raftónlistar tilraunir Magnúsar eru stórmerkilegar en samt liggur eftir hann einnig leikhústónlist, kvikmyndatónlist, sönglög og er frægasta lag hans Sveitin milli sanda langt frá sínusbylgju tilraunum hans.
Magnús er frumkvöðull í íslenskri raftónlist og hvet ég alla að kynna sér verk hans.

Diskurinn Elektrónísk Stúdía kom út á Smekkleysu árið 2000 er örugglega fáanlegur í helstu hljómplötuverslunum.
.



Heimildir: http://www.ismennt.is/not/bjarki/Phd/phd.html
www.myspace.com/mnoise