Remixforritið - Sonic foundry ACID Hefur einhver prófað þetta forrit?

Þetta forrit er frábært, það er hægt að nota það til allskonar hljóðvinnslu, smá myndvinnslu, og fleira.

Heimasíða þessa forrits er www.acidplanet.com og þar eru haldnar Remix keppnir reglulega. Ég persónulega hef tekið þátt í einni, -Madonna Remix contest. Þarna eru líka reglulega gefin út lög sem hægt er að opna í forritinu og laga til eins og maður vill.

Þetta forrit er hægt að nota sem upptökuforrit.

Þetta forrit styður Langflesta skrifara, ef þú nærð í tengingu við það styður það surround 5.1 DVD kerfið sem er þvílíkt flott.

Forritið byggit aðalega á bútum sem maður raðar saman. Í nýjustu útgáfunni geturðu einnig búið til búta með Midi skrám.

Þú getur náð í demo á www.sonicfound.com!

Hefur einhver skoðað þetta forrit nánar en ég?