Ég hef soldið verið að spá.. nú er ég farinn að taka meira og meira eftir hversu mikið af íslenskum auglýsingum innihalda “remake” af vinsælum elektrónískum lögum.

Dæmi: Their Law með Prodigy fyrir Íslenskar Ævintýraferðir, lagið með Wiseguys (man aldrei hvað það heitir) úr tómatsósuauglýsingunni, og Funny Break með Orbital úr auglýsingu fyrir Bláa lónið.

Mér finnst þessar remake útgáfur alveg hræðilegar og það að láta sér detta þetta í hug vera líka alveg hræðilegt, þetta eru einu dæmin sem ég man í fljótu bragði, þær eru alveg örugglega fleiri.

Hvað finnst ykkur um þessa þróun?