AMPOP / Made for Market LP Önnur breiðskífa AMPOP er væntanleg á næstu dögun, en ber hún heitið “Made for Market.” Hún kemur út á vegum TMT entertainment / Thule Musik. Platan inniheldur lagið Made for Market, sem var gefið út af bresku útgáfunni Static Caravan síðastliðið sumar og 8 ný lög.

Til að gera langa sögu stutta, þá gaf AMPOP út sína fyrstu breiðskífu “Nature is not a virgin” árið 2000, en fékk hún fína dóma og er hvað þekktust fyrir lagið Ampop/Period, sem hefur hljómað töluvert í útvarpi á síðustu misserum.

Í mars á þessu ári gaf AMPOP út plötuna “(re)Made for Market” í samstarfi við Eddu Miðlun & Útgáfu og innihélt hún 2 ný lög, ásamt 5 endurhljóðblöndunum eftir raftónlistarmennina Heckle & Jive, Plastik, Ruxpin o.fl. Svo gaf breska útgáfan Static Caravan Recordings út smáskífuna “Made for Market” síðastliðið sumar, en hlaut hún mjög fína dóma víða um heim og seldist platan upp á þremur mánuðum.

AMPOP munu fagna útgáfunni er líða dregur nær jólum og troða upp á fyrirhuguðum jólafögnuði Thule útgáfunnar á næstu vikum, en eiginlegir útgáfutónleikar verða eftir jól.

Nánari upplýsingar á
www.simnet.is/ampop
thule@thulemusik.com