Síðan að DrukQs með Aphex Twin kom út hef ég ekki getað lifað nema hlustað á allavega eitt lag af honum á dag. Ég á 22 diska með AFX og verð að segja að þetta er hans mesta og besta meistaraverk (SAW II er eiginlega ekki samanburðarhæft því hann er á allt öðru leveli). Samt er fullt af fólki sem segja að þau hafi verið fyrir vonbrigðum með diskinn, sem er mjög furðulegt. Við erum að tala um að með þessum disk er AFX að sýna okkur að hann er meistarinn á sviðið raftónlistar, hann getur allt.
Hann hefur ferðast vítt og breitt um himinhvolf raftónlistarinnar, lendir síðan aftur með þennan tvöfalda disk í höndunum, sem er með ótrúlegum Drill ´n´ bass snilldarverkum, og milli þeirra eru minimalístískar píanósónötur til þess að hreinsa hugann fyrir næsta meistaraverk. Síðan inn á milli er slegið á létta strengi, eins og með afmælissöng eða lagi 11 á disk 1.
Endilega komið með ykkar álit á DrukQs.

P.S. Ef þið teljið ykkur eiga fágæta AFX diska segið mér þá frá því, ég MUN kaupa þá.