biogen
skurken / prince valium

laugardag 09.11
grandrokk
miðnætti
500kall, léttar veitingar fylgja


Á laugardaginn verður rafað feitt á miðnætti á grandrokk. Um fjörið sjá hinir eiturhressu stuðboltar skurken/prins valium (sk/um) og hinn dansóði og sæti óhljóðamaður biogen.

skurken/prince valium gefa út 9laga CD/vinyl á resonant records(uk)undir nafninu “sk/um - í þágu fallsins” 27. janúar á næsta ári og munu þeir spila efni af þeirri plötu í bland við gamalt og gott. Er ætlunin líka að spila meira “live” en vanalega, og sjáum við hvernig það tekst (steini; ekki fleiri en 5 kalda áður).

Og, tja, ég veit ekkert hvað biogen er að bardúsa þessa dagana en hann verður örugglega í góðu flippi.

Videotjald verður á staðnum og mun biogen galdra eitthvað skemmtilegt á það og að öllum líkindum mun myndin metropolis eftir fritz lang fá að fljóta með (svona til að hita upp fyrir sinfóníuna)

500kall inn sem er ekki neitt því að léttar veitingar fylgja með…. yess!!

allir mæta í góðu stuði og ef þið komið með nógu góða ástæðu set ég ykkur á gestalista krakkar mínir.

p.s. það er ekkert statement að hafa þetta sama kvöld og á sama tíma og opnunarkvöld flauels, bara tilviljun, ég elska ykkur öll :D
Eitthvað að gerast?