jæja krakkar mínir, eru ekki allir í stuði?

Nú á ég myndarlega möppu sem heitir “hús, minimal og soleiðis” eitthvað um 500mb í allt
í henni eru nön eins og Plastikman, Vladislav delay, Bugge wasseltoft(??!??), luomo, Ken Ishii, Carl Craig, herbert, deep dish, throw, kenny larkin og fyrir ívar; dj tiesto og mouro picotto…. eruði ekki stoltir af mér??

byrjum á því að vera jákvæðir, það er nú flöskudagur og soleiðis


bugge wasseltoft - “change”

Undarlegt nokk, en ég var alveg að fíla þetta lag. Þessi gaur veit greinilega alveg hvað hann er að gera. Ég hef náttúrlega alltaf verið sucker fyrir rhodes og í þessu lagi er það notað á drulluflottann hátt. Ekki loopað mikið heldur spunnið meira (ég fíla jazz mjög mikið og þar er John Coltrane uppáhaldið)
Líka er bassinn heví flottur. Percið er fínt og þjónar laginu vel, það er reyndar í hálfgerðu aukahlutverki þar sem rhodesið á lagið nánast. Fyrir utan 909 kickið er aðal uppistaðan í trommunum samplaðar “alvöru” trommur og kemur það vel út með hinum “alvöru” hljóðfærunum. Það er svosem ekkert nýtt og yfiþyrmandi flott að gerast(forritunin svona la-la) en þetta þjónar sínum tilgangi.

Í hnotskurn: (eins og í kastljósi sko ;)
Fínt afslöppunarlag með flottum rhodes spuna. Frekar ófrumlegt en frábærlega vel gert og þægilegt.

þröngsýnisskali skurken: 8/10


Farben - “live at the sahara tahoe.mp3”

Þetta er ágætis bakgrunnstónlist, fíla að hann noti pops og clicks í staðinn fyrir 909/808 hihata. Reversaðir cymbalar og önnur skemmtilegheit í góðu stuði. Hæg og markviss uppbygging (eins og árni matt segir alltaf) Alveg hægt að hlusta á þetta í vinnunni.

þröngsýnisskali skurken: 6/10


Farben - “farben says - love to love you baby.mp3”(gvvööð!!)

Ekki 4*4 reyndar. Voðalega hefur maðurinn gaman af því að reversa hlutum. Nú eru komin svona skemmtileg suð og fínerí og svona eyrnakitlandi hljóð. Bara nokkuð flott lag og skemmtilegar pælingar.

þröngsýnisskali skurken: 7/10


Plastikman - Spastik

Jæja, ekki drepa mig en þetta lag hefur aldrei verið að gera neitt fyrir mig (heyrt það oft áður), og yfir höfuð finnst mér Richie Hawtin ofmetinn. Og hana nú. Ég veit þetta er eldgamalt lag (93 er þeggi?) en mér er sama. Spastik byggist upp á að nauðga 808 (eða 808 sömplum, veit ekki hvort) í tætlur á frekar geldan hátt. Lame forritun og ekki alveg minn tebolli. Annað pirrandi Plastikman lag er t.d. Skizofrenik af Artifakts, og það er frá 98! — ojjjjjj

þröngsýnisskali skurken: 1/10

meira á leiðinni
Eitthvað að gerast?