Halló

Förum í smá leik;

“kennum skurken að fíla hús og 4*4 techno”

ok, þar sem ég er yfirlýstur hús-hatari (og skammast mín ekkert fyrir það) langar mig að fá ykkur hús og tehnohausa til að benda mér á einhver rosaleg lög sem ég get melt hérna í vinnunni í ró og næði.

Næst þegar einhver pirraður húsari kemur upp að mér og segir: “þú ert þröngsýnn bjáni af því þú fílar ekki hús” langar mig að geta sagt “veistu hvað, ég heyrði eitt geggjað húslag um daginn sem ég var alveg að fíla”

Yfirleitt fæ ég líka æluna upp í háls þegar ég heyri það sem flokkað er sem minimal techno svo að það væri líka fínt að fá einhver dæmi um lög sem ég ætti að vera að fíla í þeim geira (plís ekki monolake, ég er búinn að gefa þeim séns)

eina 4*4 (reyndar ekki hús, frekar minimal eða hvað?) sem hefur gert eitthvað fyrir mig nýlega er með einóma, man ekki hvað það heitir en það er á nýju plötunni.

og í eitt skipti fyrir öll;

nei, mér finnst þið ekkert verri en aðrir sem fíla annað en ég svo að ekki koma með þetta týpíska “ég fór á heimasíðuna þína og dl lögum og mér fannst þau ömuleg, þú ert bjáni” Það kemur málinu ekkert við.

hvað segiði um þetta? ég er allur af vilja gerður :D

ykkar skurken
Eitthvað að gerast?