Sæl veriði.

Það tók enginn þáttí triviunni að þessu sinni og ég hef ekki verið alveg viss hvernig égætti að bregðast við. Ég sjálfur held að ég gæti ekki gert gott trivia, því mér er skítsama um flest svona. Ég er plötunörd og allar spurningarnar mínar myndu tengjast einhverjum obscure plötum. Því legg ég til að áhugasamir sendi mér nýtt trivia og ef mér líst vel áþað, þá set ég það upp hér.

Ég setti líka inn nýtt myndband áðan en það er af hljómsveitinni FEAR þegar þeir spiluðu í Hrekjavökuþætti Saturday Night Live árið 1981. John Belushi tók víst þátt í þættinum gegn því að FEAR myndu fá að spila. Pönkarar mættu og voru með læti. Þarna má sjá menn eins og Ian MacKaye að dansa, en hann og vinir hans keyrðu frá D.C. til Jersey til þess að sjá þetta. Þess má til gamans geta að John Belushi spilaði á trommur með Dead Boys á styrktartónleikum fyrir trommara hljómsveitarinnar eftir að hann hafði verið stunginn (hefði verið góð spurning í trivia).
Paradísarborgarplötur