Sökum þess sem hefur gerst á Haítí undanfarið hefur hljómsveitin Blink 182 ákveðið að selja sérstaka boli til styrktar Rauða krossinum. Bolirnir kosta $15 (u.þ.b. 1900kr. - án sendingar kostnaðar). Allur ágóðinn af bolunum rennur til hjálparstarfsins á Haítí.
-MYND-

Hægt er að nálgast bolina af netverslun Blink 182
-LINKUR-

Ef þú veist ekki hvað hefur verið að gerast á Haítí, þá geturu lesið um það í tilkynningu Vefstjóra - HÉR

Svo minni ég auðvitað á það að einnig er hægt að leggja sitt af mörkum með því að gefa í gegnum söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500 og með beinum framlögum á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.