AMBITIONS - Question CD
Meðlimir Shai Hulud og With Honor að spila melódískt hardcore í anda Ignite, Rise Against, Thursday og svipa til Dag Nasty í meira old school köflunum. Mjög smekklegt og grípandi.
Tóndæmi: http://www.thinkfastrecords.com/media/Ambitions_Neon_Lights.mp3
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


ANOTHER BREATH - Not Now, Not Ever CD
Frábærlega vel gert new school. Tonn af orku, grípandi og innblásandi kaflar og svo harka þegar vel á við. Melódíur upp um alla veggi ala Give Up The Ghost og svo koma óvænt hlýindi sem eiga væntanlega rætur sínar að reykja til Strike Anywhere en bara mun þyngra.
Tóndæmi: http://www.rivalryrecords.com/mp3/Another_Breath-01-Racing_A_Fading_Image.mp3
http://www.rivalryrecords.com/mp3/Another_Breath-07-17_Minutes.mp3
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


BONES BRIGADE - Endless Bummer
Hæper orku crossover, minna metal en Municipal Waste en engu síður undir áhrifum frá UICIDAL TENDENCIES, RKL, CUT THE SHIT, DRI og DOWN IN FLAMES. Ef þetta fær mann ekki til að henda sér fram af húsum eða í gegn um runnana hjá nágrannanum sem maður hatar, þá gerir það ekkert.
Tóndæmi: kemur síðar
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


CONVERGE - Unloved And Weeded Out CD
Alger skyldueign fyrir áðdáendur Converge! Hér er að finna sjaldgæft og áður óútgefið efni með þessari hljómsveit hljómsveitanna, frá ýmsum tímabilum í sögu þeirra. Sjáið þróunina og hvernig þeir breyttu sviði tónlistar að eilífu. Mjög svo veglegur og ómissandi pakki.
Tóndæmi: http://www.deathwishinc.com/files/CONVERGE.downpour.mp3
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


DEAD HEARTS - Bitter Verses CD
Tónar Dead Hearts lenda harkalega á manni með skell. Það er drungi yfir þessari plötu þeirra og töluvert drama en þeir eru hvergi smeykir við að henda inn smá metal og rock licks hér og þar en alls ekki of mikið. Einnig má heyra áhrif frá Modern Life Is War á þessari plötu. Tvímálalaust dýpsta og besta útgáfa Dead Hearts til þessa.
Fjögur lög af Bitter Verses: http://myspace.com/deadhearts
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


EMBRACE TODAY - We are the Enemy CD
Fyrsta sem maður heyrir við þessa pötu er hversu gríðarlega öflug upptakan og hljóðblöndunin er. Alveg í sama geira og Hatebreed hvað varðar “thud”. Heavy og metalcore á því með tilheyrandi breakdowns og textum sem munu komast undir skinnið á mörgum og jafnvel reita fólk til reyði.
Tóndæmi: http://www.deathwishinc.com/files/EMBRACETODAY.singmealullaby.mp3
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


FALL OF TROY, THE - Doppelganger
Þessi plata er út um allt, melódískt, upplífgandi, surgandi, grípandi, spasstísk og hörð. Þettir taktar í bland við erfið riff. Það er erfitt að segja eitthvað eitt um Doppelganger en það er einmitt styrkleiki plötunnar og það sem sker The Fall Of Troy frá öðrum. Hlustið.
Tóndæmi: http://media.equalvision.com/thefalloftroy/evr112/audio/F.C.P.R.E.M.I.X.mp3
http://media.equalvision.com/thefalloftroy/evr112/audio/Whacko_Jacko_Steals_The_Elephant_Mans_Bones.mp3
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


FEAR BEFORE THE MARCH OF FLAMES - The Always Open Mouth CD
Ég hafði töluverða fordóma gagnvart þessu bandi. Ég hafði ákveðið að þetta væri eitthvað innantómt fashion-shit þar sem þessir gaurar líta út eins og pakkið sem finnst í þeim “geira” en viti menn. Þetta er metnaðarfull, útpæld skífa stútfull af óvæntum uppákomum og sýnir viðleitni til tónlistarlegs þroska. The Always Open Mouth er fersk og ratar oft á spilarann hjá mér. Eitt tóndæmi gefur ekki rétta mynd af þessari hljómsveit því þeir eru til alls líklegir á þessari plötu.
Tóndæmi: http://www.purevolume.com/FearBeforeTheMarchOfFlames fyrstu 3 lögin eru af þessari plötu
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


GUNS UP! - Outlive CD
Glerhart modern hardcore með tonn af skýrtskotunum í Madball, Cro Mags og jafnvel Obituary. Einnig er tribute riff til Entombed þó svo að restin af plötunni er ekkert Entombed-leg. En hvað sem það líður þá lekur af þessu orkan og lætin og bara helvítis harkan. Ég hef séð gamlingja sem hættu boxinu eftir Biohazard, ná sér aftur á strik eftir einn skammt af Outlive.
Tóndæmi: http://www.1917records.com/mp3/gunsup!-youbreak.mp3
http://www.1917records.com/mp3/gunsup!-outlive.mp3
(athugið linkarnir virkar ekki hér, afritið slóðina í browser.)
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


HORSE THE BAND - R. Bolax CD
Það er ekki hægt að lýsa þessu á vitsmunalegan hátt því að Horse The Band eru gjörsamlega einir í því sem þeir eru að gera og því sérstakir og verðugir að þeim sé gefið gaum. Ekki ósvipað ef Retron og Van Halen gerðu band saman og langaði að spila steikt metalcore með fáránlegum breakdowns sama hvort það sé mosh kafli eða hljómborðskafli. Steik. Hlustið á Cutsman, hér að neðan, til enda. Hrátt.
Tóndæmi: http://www.myspace.com/horsetheband, Cutsman er lag af umræddri plötu
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


HEAVY HEAVY LOW LOW - Everything's Watched, Everyone's Watching CD
Koas metalcore í anda early Every Time I Die, Daughters. óútriknaleg plata því þegar hún er eina stundina crushing þá kemur allt í einu lag sem myndi fara í taugarnar á íhaldsamari headbangers þarna úti.
Tóndæmi: http://www.myspace.com/heavyheavylowlow ATH: fyrstu 2 lögin eru ekkert lík.



IT DIES TODAY - Sirens CD
Nýmóðins-metall. Eftir að hafa túrað með Machine Head og Trivium þá eru þessir gaurar orðnir big time. Fyrir aðdáendur fyrrnefndra banda sem og Killswitch Engage o.fl.
Tóndæmi: http://www.purevolume.com/itdiestoday
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


MALKOVICH - A Criminal Record CD
Þessi plata kom fólki í opna skjöldu. Það var eins og meðlimir bandsins hafi rambað á eitthvað einstakt sem náði úr þeim öllum þeim hæfileikum og sköpunarmætti sem í þeim bjó. Mikil post punk áhrif, hyper og kraftmikill flutningur. Fyrir aðdáendur Ink & Dagger, Refused, Since By Men, These Arms are Snakes o.fl
Tóndæmi: http://www.reflectionsrecords.com/records/media/mp3/malkovich-017.mp3
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


MODERN LIFE IS WAR - Witness CD
Ein af bestu plötum sem gefnar hafa verið út. Já. Það er satt. Ég ætla ekki einu sinni að setja inn tóndæmi. Þú kaupir þetta bara. Málið dautt.
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


PLOT TO BLOW UP THE EIFFEL TOWER, THE - Love In The Fascist Brothel CD
Þetta er ögrandi shit sem er undir áhrifum frá Guyana Punch Line og fleiri byltingarsinnaðra hljómsveita. Mikil spunatilfinning úr lögunum og óhefðbundin framvinda. Sé fyri mér að fólk sem fílar Blood Brothers, The Locust, Orchid, Since By Men, Holy Molar, Neon Blonde o.fl. Það voru svo miklir stælar í þessum gaurandi að ögrandi leibol eins og Three one G hættu við að gefa þá út. Eldfimt stuff.
Tóndæmi: http://www.last.fm/music/The+Plot+To+Blow+Up+The+Eiffel+Tower
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>



sendið mér einkaskilaboð ef þið hafið áhuga.