Sænska pönkhljómsveitin Disconvenience mun spila á Íslandi þann 12. og 13. janúar (vonandi sem aðal númer Nýársfest 2007 (hardcore/pönk hátíð sem er í bígerð)). Þar sem ég er að sjá um innflutning þessarar sveitar hef ég ákveðið að kynna hana fyrir fólki. Hljómsveitin er ekki gömul en horfir þá til fyrri tíma í lagasmíðum sínum og mætti í raun líkja þeim við samtímaútgáfu af hljómsveitinni Screeching Weasel ef uppáhalds bandið þeirra hefði verið X Ray Spex í stað The Ramones.

Hægt er að hlusta á nokkur lög á myspace síðu bandsins:
http://www.myspace.com/disconvenience

Trommari sveitarinnar mun þó ekki koma með þeim en í stað hans mun trommari The Rats (http://www.myspace.com/666therats666) og The Manboys fylla í skarðið. Þess má til gamans geta að The Manboys munu spila með Disconvenience þann 13. janúar og þeir eru geggjaðir.
Paradísarborgarplötur