Sælinú, hér mun ég gera grein um plötuna Dookie sem pönk/alternative rokk hljómsveitin Green Day gaf út árið 1994.

Green Day eru frá Oakland í California, og höfðu áður gert hinar lítt þekktu plötur 39/Smooth (1990) og Kerplunk (1992).
Sveitin var stofnuð af bassaleikaranum Mike Dirnt og gítarleikaranum/söngvaranum Billy Joe Armstrong árið 1987, þeir voru þá 15 ára að aldri. Næstu tvö árin hét sveitin Sweet Children, en árið 1989 skiptu þeir yfir í Green Day (margir vilja meina að nafnið hafi eitthvað að gera með kannabisnotkun þeirra). Einnig vilja sumir meina að á túrnum fyrir útgáfu Dookie hafi þeir borðað mikið af ethnic mat sem hafi farið misvel í meltingarfæri þeirra félaga, Dookie being niðurstaða þeirra misferla.
En nóg um það.

Billy Joe - Söngur & Gítar
Mike Dirnt - Bassi & Söngur
Tré Cool - Trommur


Dookie

1. Burnout Ágætt lag, nokkuð kraftmikið og fínt í hlustun. Maður heyrir strax að hljómur sveitarinnar hefur breyst svolítið síðan Kerplunk var gerð. 7/1o

2. Having a Blast Mjög flott lag, eitt af mínum uppáhalds af þessari plötu. Skemmtilegt viðlag og flottur millikafli. Góður hljóðfæraleikur og skemmtilegur texti. 9/1o

3. Chump Ágætt lag, fínn texti um kærasta stelpu sem Billy Joe var hrifinn af. Bassinn einnig frekar góður. 7/1o

4. Longview Flott bassastef í byrjuninni, flott lag og flottur texti. Trommurnar einnig góðar, og þeir spila þetta lag öðru hverju á tónleikum enn í dag. Mike samdi bassalínuna á sýrutrippi, og Billy textann um sjálfsfróun sem tímabundna flóttaleið. 9/1o

5. Welcome to Paradise Þetta lag kom upphaflega út á Kerplunk tveimur árum áður, en þeir tóku það upp á nýtt, þó að munurinn sé aðallega falinn í gæðum upptökunnar. Svolítið óvenjulegt að trommarinn Tré samdi gítarriffin, en Billy Joe trommurnar. Textinn fjallar um slum-hverfið sem þeir bjuggu í sem unglingar með mörgum öðrum ungmennum, tónlistarmönnum og slíku.
Mjög flott lag með flottum texta, og einnig hef ég tekið eftir að bassinn er áberandi góður. Skemmtilegur millikafli líka. Aðalmálið við þetta lag fyrir mig er annaðhvort riffið í byrjunni eða röddunin í viðlaginu sem er frábær. 9/1o

6. Pulling Teeth Metallica-aðdáendur kannast kannski við lagið Anesthesia (Pulling Teeth), en kærasta Mikes á þessum tíma (nú fyrrverandi eiginkona) hét mjög svipuðu nafni, og þeir tóku því Pulling Teeth hluta titilsins yfir á sitt eigið lag. Eftirminnilegt atvik sem tengdist henni var koddaslagur á milli hennar og Mike, sem endaði á óskaplega vandræðalegan hátt með því að hann lá á sjúkrahúsi með báða olnboga brotna.
Lagið er ágætt, en ekki sérstaklega eftirminnilegt. 7/1o

7. Basket Case Eitt af þekktustu gömlu Green Day lögunum, textinn er víst um kvíðaköst sem Billy Joe fékk stundum á yngri árum.
Mjög flott lag, góður hljóðfæraleikur, sérstaklega bassaleikurinn og textinn skemmtilegur. 9/1o

8. She Lagið er um stúlku sem Billy deitaði í uþb ár, hún hafði enga stefnu í lífinu en vildi samt ekki hlusta á ráðleggingar fólks, heldur beið eftir að finna sína eigin.
Flott og grípandi lag, skemmtilegur texti og svona frekar venjulegt Green Day lag í allastaði. 8/1o

9. Sassafras Roots Lagið er um samband sem báðar manneskjur eru ekki sértstaklega áhugasamar um.
Fínt lag, en ekki neitt sérstaklega spes að mínu mati. 6/1o

10. When I Come Around Mjöf flott en einfalt lag, bassinn er áberandi og textinn góður. Með þekktari Green Day lögum, tel ég og jafnframt eitt af betri lögum þessarar plötu. 8/1o

11. Coming Clean Textinn er um tímabil þar sem Billy Joe hélt að hann væri hugsanlega tvíkynhneigður.
Ágætt lag, nokkuð grípandi og góður hljóðfæraleikur. Lagið er þó stutt, sem og næstu tvö lög. 8/1o

12. Emenius Sleepus Ágætt lag, skemmtilegur millikafli með sérstaklega líflegum trommum og bassinn góður. 7/1o

13. In the End Grípandi lag, millikaflinn er nokkuð sveiflulegur einhvernveginn, minnir mig á salsatónlsit eða eitthvað slíkt. Fínt lag overall. 7/1o

14. F.O.D. Titillinn stendur fyrir Fuck off and Die, lag sem mér skilst að hafi verið samið af Billy Joe um félaga sem sveik hann. Er meginpartinn spilað á kassagítar, en svo fyrir miðju kikka inn trommur, bassi og rafmagnsgítar og lagið er kraftmikið til enda. í kringum 4 mínútu tracksins byrjar lagið sem kallað er Secret Song og er sungið og spilað á gítar af Tré Cool, frekar mikið grínlag. 8/1o

Heildareinkunn: 8/10Svo að lokum þakka ég bara fyrir ef einhver hefur nennt að lesa þetta og vona þá að þetta hafi verið að einhverju leyti fróðleg lesning.