Pönk á Íslandi - Ritgerð. Ég og vinkona mín áttum að skrifa ritgerð í ísl212 um Pönk á Íslandi og ákvað bara að skella því hingað inn. Nota bene, fengum 9 og erum voða stoltar. =D

Já og hugi er gay og leyfir ekki þúst svona eins og almennileg ritgerð þannig já, þetta verður pínku asnalegt.

———-

Pönk á Íslandi.
Pönkarar hafa löngum tíðum verið álitnir siðferðislausir og skítugir kynlífsfíklar, hvort sem það er á Íslandi eða annarsstaðar í heiminum. Því þykir það sjálfsagt að halda því fram án þess að vita neitt meira um málið en útlitið. En hvernig barst pönkið til Íslands? Hvernig áhrif hafði það á menningu landsins?

Hvernig byrjaði pönkið?
Pönkið byrjaði að birtast um sumarið 1976 í London þó það hefði sést í einhvern tímann áður í Bandaríkjunum. Þær hljómsveitir sem mest báru mest á voru líklegast Sex Pistols og The Clash. Þær voru mjög líkar nema þegar kom að pólitískum skoðunum. Sex Pistols voru anarkistar og gáfu skít í allt, þeirra markmið var að ,,eyðileggja allt” en aftur á móti fjölluðu The Clash um atvinnuleysi, kynþáttahatur og ofbeldi lögreglu. (sjá Val Gunnarsson 2008)
Dagblaðið greindi frá því í ágúst 1977 að pönkið sem var sívaxandi í Bretlandi var að breiða anga sína um heiminn, þar á meðal til Svíðþjóðar. Þegar greinin var skrifuð var ekki enn byrjað að flytja inn plötur Sex Pistols en það var hægt að fá plötur frá The Clash. Ári seinna var byrjað að selja pönk klæðnað í tízkuversluninni Pop-Húsið og seldist hann eins og heitar lummur. Um vorið 1978 kom hljómsveitin Stranglers fram í Laugardalshöllinni og eftir það fer tölublaðið Halló að fjalla um pönk í mjög auknum mæli (Sjá Unni Maríu Bergsveinsdóttur 2007). Unnur María Bergsveinsdóttir segir í grein sinni Ræflarokk? Þetta er tóm helvítis vitleysa! árið 2007 að ,,það er mat Halló að sama hvaða nafnið menn kjósi að nefna fyrirbærið þá sé það í grunninn bara gamla góða frumrokkið frá 1960 með vænni slettu af ógeði.”

Pönk á Íslandi.

Helstu erlendu hlómsveitir voru, eins og áður var getið, Sex Pistols og The Clash, en á meðal íslensku hlómsveitanna eru Purrkur Pillnikk, Vonbrigði og Q4U. Mikið var um einkennileg og ruddaleg nöfn á pönk hljómsveitum á Íslandi. Sjálfsfróun, Þvag, Heróín, LSD og Nýnasisturnar voru meðal þeirra.(Sjá Unnur María Bergsveinsdóttir 2008) Pönkarar Íslands höfnuðu sveitaímyndum menningararfsins, en honum þó ekki í heild sinni. Flestir íslenskir pönkarar sungu aðeins á íslensku.
Fólk sem hafði áhuga á pönki þurfti að takast á við ýmis vandamál. Innflutningur á pönkplötum og annað sem tengdist pönki var í algjöru lágmarki í langan tíma. Þeir sem vildu tileinka sér lífstíl neyddust til að vera dugleg í því að skapa senuna hér á landi. Plötur og kassettur gengu milli manna. Fatnaður og aukahlutir voru heimatilbúnir og var reynt sitt besta að herma eftir plötuumslögum og myndum frá tímaritum.
Útlit pönkara hefur alltaf truflað marga:

Hvað útlit og klæðaburð varðar skáru pönkarar og nýbylgjulið sig yfirleitt rækilega frá öðrum einstaklingum samfélagsins, enda var leikurinn til þess gerður. Mættu þeir oft andúð og jafnvel aðkasti fyrir vikið, en þrautseigja brauðryðjendanna hafði þó þau áhrif að í kringum 1983 hafði pönkurum fjölgað svo mjög að farið var að tala um pönkstílinn sem tískufyrirbæri. Margir þeir sem höfðu hvað lengst talist til menningarkimans, töluðu af mikilli fyrirlitningu um ungu krakkana sem tileinkuðu sér klæðaburðinn – en ekki hugmyndafræðina og þóttu sem verið væri að búa til einhverja skrípamynd af pönkinu. Óhætt er að álykta að með þeirri sjónrænu ögrun sem pönkarar innleiddu í höfuðborgarmenninguna hafi þeir látið reyna á þolmörk samfélagsins og skapað meira svigrúm fyrir óhefðbundinn klæðaburð. (Unnur María Bergsveinsdóttir 2008)

Það er alveg sama hvar maður býr, það munu alltaf vera fordómar gagnvart pönki og menningarkima svipaða því.
Pönk var ákaflega tengt gjörningjarlist og margar hljómsveitirnar voru ýmist tengdar leiklistarhópum eða fengust við sína eigin gjörninga. T.d. kynnti Svart og Sykurlaust götulist fyrir Íslandi. Svo var það Medúsuhópurinn sem var hópur ungra manna úr Fjölbraut úr Breiðholti og samstarf þeirra varð seinna að menningaraflinu Smekkleysu. (Sjá Unnur María Bergsveinsdóttir 2008)
Þrátt fyrir að pönkarar voru fáir settu þeir samt svip sinn á Reykjarvíkurborg:

Pönkararnir völdu enda samkomustöðum sínum stað á almannafæri og voru þannig áberandi hluti af borgarlífínu. Skiptistöðin í Kópavogi og undirgöngin sem tengdu hana við Hamraborgina voru ríki Kópavogspönkaranna, á Hlemmi átti annar hópur aðsetur sitt og þriðji hópurinn hélt hirð sína á nýopnaðri göngugötu í Austurstræti, hinnar einu sinnar tegundar í borginni. Um helgar sameinuðust pönkarar svo öðrum unglingum, sem hluti unglingavandamálsins svokallaða á Hallærisplaninu. Íslenskir fjölmiðlar beindu reglulega sjónum sínum að sýnileika pönksins í almannarýminu og tengdu þessa hópa oft umfjöllun um félagsleg vandamál, að hætti erlendra fjölmiðla. (Unnur María Bergsveinsdóttir 2008)

Eins og sést má á þessu þá er álit fólk á pönkurum ekki sérstæklega hátt en þá þó á þann fordómafulla hátt sem ekki myndi flokkast sem æskilegt í dag. Enn þann dag í dag er Hallærisplanið svokallaða samkomustaður fyrir unglinga en gengur nú undir nafninu Ingólfstorg. Fólk hræðist mjög oft fólk sem eru öðruvísi eða utan þeirra skilgreinging á venjulegt. ,,Það var merkilegt hvað allir gátu orðið hræddir við okkur þegar við tókum smá stæla á Hlemmi og hrintum hver öðrum og öskruðum djöfuls skítur.” (Gestur Guðmundsson 1990:174)
Valur Gunnarsson tók uppá því að líkja Simpsons við hippa og South Park við pönk sem að á sér ágætan grundvöll.

Simpsons eru með mjög skýra pólitíska afstöðu, helsti skúrkur þáttanna er Montgomery Burns sem á kjarnorkuver og er meðlimur í Repúblikanaflokknum, ásamt Drakúla greifa. Í South Park er hinsvegar á yfirborðinu ekkert heilagt en eitt það versta sem hægt er að kalla menn þar er „You damn hippie“. Líklega má segja að Simpsons séu hippar og South Park pönk. (Valur Gunnarsson 2008)

Það er því alltaf hægt að finna eitthvað skemmtilegt við allt.
Jafnvel þótt að pönkið hafi ekki verið eins áberandi á Íslandi en í öðrum löndum líkt og Bretlandi þá setti það samt svip sinn á Ísland og pönkið er alltaf að svella uppúr aftur, að hneyksla og bregða fólki, sem ætti að gera flesta gamla pönkara stolta, enda er það eitt aðaltakmark pönkara að valda sem mestri undrun hvar sem þeir fara, hér á landi eða utan.

———–

Gestur Guðmundsson. 1990. Rokksaga Íslands. Forlagið, Reykjavík.

Unnur María Bergsveinsdóttir. 2007. Ræflarokk? Þetta er tóm helvítis vitleysa. Hugsandi. Sótt 10. september 2008 af http://hugsandi.is/articles/raeflarokk-thetta-er-tom-helvitis-vitleysa/

Unnur María Bergsveinsdóttir. 2008. Væri ég bilað sjónvarp. Morgunblaðið. 2. ágúst. Menningarblað/Lesbók. Sótt í gagnasafn Morgunblaðsins 10. september 2008 af http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1233072

Valur Gunnarsson. 2008. Enn er barist um arfleið pönksins. Morgunblaðið. 9. ágúst. Menningarblað/Lesbók. Sótt í gagnasafn Morgunblaðins 10. september 2008 af http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1234377
Meh.