Þetta er einfaldlega stutt og laggóð grein um Buzzcocks. Skemmtið ykkur.Stofnuð í Manchester á Englandi árið 1975, var hljómsveitin Buzzcocks ein af áhrifamestu hljómsveitunum sem að kom fram í fyrstu bylgju pönksins ásamt hljómsveitum eins og Sex Pistols og The Clash. Með sínum hráu melódíum, flottu gítarspili og frábærum textum Peter Shelley, voru Buzzcocks með bestu og áhrifamestu pönkhljómsveitunum. Buzzcocks voru undir áhrifum frá orku Sex Pistols meðlima en hermdu þó ekki eftir þeim pólitísku standartana. Í staðinn fluttu þeir þessa ótrúlegu orku inn í þriggja mínútna lag. Pínlegir og fyndnir textar Shelleys um táningsárin og ástina voru með þeim bestu og gáfulegustu á tímabilinu; á sama tíma voru laglínurnar grípandi og maður mundi eftir þeim. Eftir því sem árin liðu hjá urðu áhrif þeirra sýnilegri með tímanum og komu fram hjá hljómsveitum frá Hüsker Dü til Nirvana.

Áður en að Buzzcocks komu til sögunnar hafði táningurinn Pete Shelley spilað á gítar í ýmsum þungarokkshljómsveitum. Árið 1975 byrjaði hann í Tækniskólanum í Bolton (Bolton Institute of Technology). Á meðan hann var í skóla, gekk Shelley til liðs við elektrótónlistarhóp, þar sem að hann hitti Howard Devoto sem byrjaði í Tækniskólanum 1972. Bæði Shelley og Devoto höfðu mjög gaman af Velvet Underground, á meðan Devoto elskaði líka Stooges. Á meðan þeir voru ennþá í skóla byrjuðu þeir að æfa með trommara, takandi coverlög með öllum frá Stooges til Brians Eno.Tríóið kom aldrei fram og leystist fljótlega upp. Shelley og Devoto héldu áfram að vera vinir og nokkrum mánuðum eftir að fyrri hljómsveitin leystist upp lásu þeir félagar fyrstu gagnrýnina sem skrifuð var um Sex Pistols í NME og ákváðu að fara á tónleika með hljómsveitinni í London. Eftir að hafa séð þá tvisvar í febrúar 1976 ákváðu félagarnir að stofna sína eigin hljómsveit og hafa sömu áhrif á Manchester og Pistols höfðu á London.

Báðir ákváðu þeir að breyta eftirnöfnunum sínum, þannig að Peter McNeish varð að Peter Shelley og Howard Traford varð að Howard Devoto, og fundu nafnið á hljómsveitinni í gagnrýni um Rock Follies sem endaði með “get a buzz, cock”. Þeir byrjuðu að æfa og fengu trommara af svæðinu, Garth Smith, með sér. Stuttu eftir að hljómsveitin byrjaði að æfa bókuðu Shelley og Devoto klúbb á svæðinu, the Lesser Free Trade Hall, með það í huga að fá Sex Pistols til að spila í Manchester. Þeim tókst það en þegar þeir þurftu að spila gigg sjálfir hættu bassaleikarinn og trommarinn fyrir tónleikana. Á Pistols tónleikunum hittu Shelley og Devoto Steve Diggle sem gekk til liðs við Buzzcocks sem bassaleikarinn og þeir fundu trommarann John Maher í gegnum auglýsingu í Melody Maker. Innan nokkurra mánaða hafði hljómsveitin spilað sína fyrstu tónleika þar sem þeir opnuðu fyrir aðra tónleika Sex Pistols á Lesser Free Trade Hall í Júlí 1976. Í enda ársins höfðu Buzzcocks spilað þónokkra tónleika og komið Manchester á kortið sem annarri stærstu pönkborg Englands, rétt á eftir London.

Í október 1976 tóku Buzzcocks upp fyrsta demóið sitt sem hefur aldrei verið gefið út. Í enda árs 1976 gengu þeir til liðs við Sex Pistols á Anarchy tónleikaferðinni. Eftir tónleikaferðina fékk Shelley lánuð nokkurhundruð pund frá pabba sínum og hljómsveitin notaði peningana til að taka upp sína fyrstu smáskífu, Spiral Scratch sem innihélt fjögur lög. Smáskífan var fyrsta plata pönksenunnar sem var gefin sjálfstætt út. Spiral Scratch kom út hjá New Hormones fyrirtækinu í janúar 1977 og upprunalega voru aðeins 1000 eintök pressuð. Stuttu eftir útgáfu smáskífunnar hætti Devoto í hljómsveitinni og fór aftur í skóla. Seinna á árinu stofnaði hann Magazine. Eftir brottför Devotos tók Pete Shelley stöðu hans sem aðalsöngvari, Steve Diggle byrjaði að spila á gítar og Garth Smith varð bassaleikari hljómsveitarinnar. Í júní 1977 löðuðu Buzzcocks að sér athygli stærri plötufyrirtækja og í september gerðu þeir samning við United Artists Records og fékk hljómsveitin fulla listræna stjórn.

Í stuttu máli sagt, þá reyndu þeir virkilega á yfirmenn sína með þessari fullu listrænu stjórn með fyrstu smáskífunni sinni, "Orgasm Addict“ (sem útleggst á góðri íslensku sem Fullnægingarfíkill). Hún var gefin út í október 1977 en varð aldrei vinsæl vegna þess að umræðuefnið var of gróft fyrir BBC útvarpið. Eftir útgáfu smáskífunnar var Garth Smith rekinn úr hljómsveitinni og Steve Garvey kom í staðinn fyrir hann. Önnur smáskífa Buzzcocks ”What do I get?“ (Hvað fæ ég?) varð fyrsta smáskífa þeirra sem komst á vinsældalista og rétt náði botninum á Top 40. Í mars kom fyrsta platan þeirra út, ”Another Music in a Different Kitchen" (Önnur tónlist í öðruvísi eldhúsi). Í september 1978 kom svo út önnur plata þeirra, Love Bites (Ástin bítur).

Hversu mikið var um upptökur og tónleika á stuttum tíma hafði sín áhrif á hljómsveitina. Það var ekki bara stressið við upptökurnar og tónleikana sem voru að brjóta sveitina niður heldur voru meðlimirnir einnig að drekka mikið og taka mikið af eiturlyfjum. Snemma árs 1979 tóku þeir upp þriðju plötu sína, A Different Kind of Tension (Annarskonar stress), sem sýndi nokkur merki niðurbrotsins sem í gangi var. Eftir að platan var gefin út í ágúst það sama ár, fór hljómsveitin á fyrsta tónleikaferðalag sitt um Bandaríkin, sem átti ekki miklum vinsældum að fagna. Þrátt fyrir það var sveitin að ná sínum hæstu vinsældahæðum heima í Bretlandi. Seinna árs 1979, var smáskífusafnið Singles Going Steady (Smáskífur saman) gefið út í Bandaríkjunum.

Allt innra og ytra stress sem hljómsveitin upplifði náði hæð sinni 1980, þegar þeir hættu við mikið af tónleikum en héldu áfram að taka upp, klipptu upp EP partana 1, 2, 3, sem voru gefnar út sem þrjár aðskildar smáskífur yfir árið. 1980 var United Artists keypt af EMI, sem minnkuðu stuðning við Buzzcocks. Hljómsveitin byrjaði að vinna í fjórðu breiðskífu sinni snemma árs 1981, en voru hindraðir í að taka upp hjá EMI. Fyrirtækið vildi gefa út Singles Going Steady í Bretlandi áður en að fjórða platan kæmi út. Buzzcocks neituðu og í kjölfarið neituðu EMI að gefa hljómsveitinni það fjármagn sem þeir þörfnuðust til að gefa út fjórðu plötuna. Shelley ákvað að splitta hljómsveitinni upp í staðinn fyrir að berjast við útgáfufyrirtækið. Buzzcocks hættu 1981.

Um leið og hljómsveitin hætti, reyndi Shelley á sólóferil sem átti lagið "Homosapien" en dró fljótt til þurrðar. Steve Diggle stofnaði Flag of Convenience með John Maher, sem hætti í hljómsveitinni stuttu eftir stofnun hennar. Steve Garvey flutti til New York þar sem að hann spilaði með Motivation í nokkur ár. Árið 1989 var hljómsveitin endurstofnum og þeir fóru í tónleikaferðalag um bandaríkin. 1990 hætti Maher og Mike Joyce (gamli trommarinn í Smiths) gekk til liðs við hljómsveitina á tónleikaferðalaginu. Um 1990 var endurkoman varanleg; eftir að Joyce var í stuttan tíma með bandinu voru í hljómsveitinni Shelley, Diggle, Tony Barber á bassa og Phil Barker á trommum. Hin nýja útgáfa hljómsveitarinnar gaf út sína fyrstu plötu Trade Test Transmissions (Skipti, Próf, Flutningar) árið 1993. Eftir að sú plata var gefin út fóru Buzzcocks oft á tónleikaferðalag. Vorið 1996 gáfu Buzzcocks út sína fimmtu breiðskífu, All Set (Allt Klárt). Modern (Nútímaleg) kom árið 1999 og sjálftitluð plata fyrir Merge kom fram á sjónarsviðið árið 2003. Flat-Pack Philosophy (Flatpökkuð heimsspeki) kom 2006 hjá Cooking Vinyl útgáfufyrirtækinu. 30 ára afmælissafn þeirra sem var einfaldlega skírt 30 kom svo út árið 2008.
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.