Saga AFI Árið 1991 í Ukiah, California stofnaði Davey Havok (söngur), Mark Stopholese (gítar) and Vic Chalker (bassi) pönk bandið AFI (A Fire Inside) á meðan þeir voru enþá í skóla. Á þeim tíma kunni enginn þeirra á hljóðfæri svo Stopholese stakk uppá því að vinur hans, Adam Carson sem átti trommu sett kæmi í bandið. Stopholese lærði á gítar Chalker á bassa, en Chalker var fljótlega skipt út fyrir Geoff Kresge og AFI gerðu sína fyrstu EP plötu sem kallaðist Dork, þetta var tvískipt plata með bandi sem kallaði sig Loose Change, sem Jade Puget núverandi gítarleikari AFI var í.

AFI hætti þegar meðlimir fóru í háskóla, m.a. í UC Berkeley þar sem nokkrir meðlimir bandsins æfðu í kjallara hjá bræðrafélaginu Delta Chi. Kresge fluttist til New York og spilaði með bandinu Blanks 77, en eftir endurkomu tónleika hættu meðlimirnir í skóla til að spila með AFI “full-time”. Milli 1993 og 1995 gáfu þeir sjálfir út nokkrar vinyl EP (Behind the Times; Eddie Picnic's All Wet; This Is Berkeley, Not West Bay; AFI/Heckle; Bombing the Bay; Fly in the Ointment;). Fyrsta breiðskífa AFI, Answer That and Stay Fashionable var gefin út 1995. Árið 1996 gáfu þeir út aðra plötu sína Very Proud of Ya hjá Nitro Records. Lögin “Cruise Control” og “Love Is a Many Splendored Thing” af fyrir nefndri plötu voru notuð í indie myndina Mary Jane's Not a Virgin Anymore, þar sem var sínd fyrst 1997, einnig lék Havok lítð hlutverk í þeirri mynd.

Eftir að hafa túrað í nokkurn tíma eftir Vert Proud Of Ya hætti Kresge í bandinu. Fljótt eftir það kom Hunter Burgan til að klára túrinn. Burgan hjálpaði þeim einnig með upptökur á þriðju plötu þeirra Shut Your Mouth and Open Your Eyes (1997) og boðið að vera full-time bassa. Núverandi gítarleikari AFI Jade Puget hjálpaði líka með bakraddir á þeirri plötu og er því fyrsta platan sem innihélt alla núverandi meðlimi AFI.

Eftir að hafa tekið upp EP plötuna A Fire Inside (1998) hætti Stopholese og í hans stað kom góður vinur þeirra Jade Puget, eftir EP plötuna tóku þeir upp breiðskífuna Black Sails in the Sunset (1999), mikil tímamót fyrir AFI sem kynti aðdáendum þeirra fyrir mun dimmari sándi.Á þeirri plötu er upprunalegu hardcore ræturnar en undirstaðan hjá þeim, en með meira dimmum og rómantískum áhrifum. Áhrif frá deathrock og horrorpunk sást líka vel og síðan þá hefur AFI oftast verið líst sem “Gothic punk”.

All Hallows (1999) EP platan innihélt lagið Totalimmortal, sem seinna var coverað af The Offspring fyrir Me, Myself and Irene safnplötuna. Það lag fékk ágæta spilun í útvarpi og afhjúpaði AFI fyrir stærri áhorfenda hóp. Söngvari The Offspring Dexter Holland var bakraddir á nokkrum lögum á Black Sails einnig var lagið “The Boy Who Destroyed The World” af All Hallows EP í Tony Hawk's Pro Skater 3 tölvuleiknum.

Árið 2000 gaf AFI út breiðskífuna The Art Of Drowning sem lenti númer 174 á Billboard listanum, lagið “The Days of the Phoenix” var gefið út sem single og vídeó til að auglýsa plötuna.

Árið 2002 fóru AFI frá Nitro Records og gáfu út plötuna Sing The Sorrow hjá DreamWorks Records. Lögin Girl's Not Grey, The Leaving Song Pt. II, og Silver and Cold náðu einhverjum árangri á Billboard listanum og afhjúpaði bandið enþá stærri hóp. Þeir voru síðar tilnefndir til MTV Video Music Awards árið 2003 í hópi MTV2 fyrir myndbandið við “Girl's Not Grey” sem var fyrsta VMA sem þeir unnu.

Í Júní 2006 var Decemberunderground gefin út hjá Interscope Records. En meiri þróun er í sándi hjá AFI í þerri plötu þar má m.a. finna cold pop og new wave. Fyrsti single-inn á plötuni “Miss Murder” náði #1 á Billboard Modern Rock listanum. Platan sýnir stöðugt breitandi og vaxandi “fan base” hjá sveitini , einnig var platan #1 á Billboard listanum og náði síðan gerð af gulli af RIAA fyrir að selja meira en 500þús. eintök.

12. Desember 2006 gáfu þeir út sinn fyrsta DVD I Heard A Voice sem innhélt tónleika frá Long Beach, California.

Síðar gáfu þeir út live plötuna I Heard A Voice frá Long Beach Arena sem innhélt sömu lög á DVD disknum, á tónleikunum tóku þeir ný og sem eldri lög m.a. “Miss Murder”, “Girl's Not Grey” “The Leaving Song, Pt. II”, og “The Days of the Phoenix.”

AfI vinna að nýrri plötu sem er verið að taka upp hjá The Art of Ears sem er studio þar sem þeir tóku upp mikið af sínu eldra efni. Ég veit að ég bíð spenntur eftir þeirri plötu

-Takk,takk:D
“No roses grow on a troopers grave”