Towers of London Towers of London er hljómsveit frá London í Englandi sem var stofnuð árið 2004. Hljómsveitin hefur skiptar skoðanir á bresku tónlistarpressunni síðan þeir komu fram á sjónarsviðið snemma árið 2004, fáandi ágætis gagnrýni frá nokkrum tónlistarmiðlum og mjög neikvæða hjá öðrum (er það ekki pönkið?), sem þeir hafa stundum verið mjög fljótir að svara.

-

Árið 1999 var hljómsveitin The Tourettes stofnuð af bræðrunum Dirk og Donny Tourette (sem heita í alvörunni Francis og Patrick Brannan) sem höfðu verið spilandi saman í hljómsveitum síðan í grunnskóla. The Tourettes spiluðu glampönk sem hefur verið lýst af sumum sem “post Manic Street Preachers rock n'roll vímu”.

Bandinu áskotnaðist bráðlega bassaleikarann Tommy Brunette og trommarann Snell. En árið 2003 hættu The Tourettes og ári seinna var stofnuð ný hljómsveit, Towers of London, og einn gítarleikarinn The Rev gekk til liðs við hljómsveitina.

-

Hljómsveitin gekk til liðs við plötufyrirtækið TVT Records snemma árs 2005 eftir vægðarlaust tónleikaferðalag um Bretland. Hjá þessu fyrirtæki hafa þeir gefið út smáskífurnar “On A Noose”, “Fuck it Up”, “How Rude She Was”, Air Guitar“ og ”I'm A Rat“.

Sumarið 2005 komu Towers of London fram á tveimur tónleikahátíðum í Bretlandi: Reading&Leeds Festival og Download Festival. Hljómsveitinni var tekið vel, en vegna slagsmála baksviðs sem áttu sér stað vegna þess að önnur hljómsveit átti að sögn að hafa stolið eignum þeirra, hefur þeim nú verið bannað að spila aftur á Download. Söngvarinn Johnny Tourette var færður fyrir rétt í Cambridge í júní 2005 fyrir kærur á hendur honum sem snerust um að hann á að hafa ollið ólöglegum skaða á tónleikasvæði sem hljómsveitin fékk til afnota í Cambridge Angila Ruskin University í febrúar 2005 til að halda tónleika. Sagt var að Donny hefði sveiflað sér á rafmagnslínu sem var fest í loftið með þeim afleiðingum að sviðstjöldin féllu og braut vinnupallaefni. Hann var dæmdur til að borga 775 punda sekt og réttarhaldskostnaðinn.

Í júní 2006 kom út fyrsta plata sveitarinnar, Blood, Sweat & Towers. Hún var framleidd af Stacy Jones og Bill Lefler. Platan inniheldur 13 lög og þar af fimm smáskífur sem hafa þegar komið út.

-

Towers of London hituðu tvisvar upp fyrir Guns N'Roses sumarið 2006 þegar þeir voru að spila í Bretlandi. Sumarið 2006 spiluðu þeir einnig á aðalsviði Reading&Leeds Festival.

Verið er að sýna 10 þátta seríu um hljómsveitina á stöðinni BravoTV sem var tekin upp á eins árs tímabili þar sem að myndavélar fylgdu þeim í eitt ár. Þessir þættir þykja ýta undir þá skoðun almennings að hljómsveitin eigi alls ekkert heima í pönkrekkanum í geisladiskabúðinni, heldur í sirkustjaldi. Þátturinn, sem heitir því ”frumlega“ nafni Towers of London, sýnir meðal annars upptökur af tónleikum þeirra á Download Festival 2005. Mörgum upptökum hefur þegar verið lekið á netið, meðal þeirra ein sem sýnir hljómsveitarmeðlim abbast upp á manneskju eftir að hafa verið ögrað. Byrjað var að sýna þáttinn á BravoTV þann 19. október 2007 og er hann enn í sýningu.

Dirk Tourette lenti í rifrildi við bandarísku hljómsveitina My Chemical Romance þar sem að hann henti að sögn sígarettu í trommara hljómsveitarinnar, Bob Bryar í samkvæmi sem átti sér stað. Meðlimum hljómsveitarinnar, sem komu vegna ókeypis áfengis, lenti saman við umboðsmenn My Chemical Romance.

Í október 2006, hituðu Towers of Londun upp fyrir New York Dolls í London, Liverpool og Glasgow.

Donny Tourette tók þátt í byrjun fimmtu seríu raunveruleikaþáttarins Celebrity Big Brother þann 3 Janúar 2007. Innkoma hans var sú að hann blótaði að fólkinu sem þar var samankomið og otaði að þeim grófum handahreyfingum þangað til að öryggisverðir tóku hann af rauða dreglinum. Hann yfirgaf þáttinn eftir slétta tvo sólarhringa með álíka dramatískum hætti þar sem hann klifraði yfir háa girðingu til að sleppa. Tourette neitaði að þjóna húsfélaga sínum, Jane Goody (sem hann kallar ”The Pig“) og fjölskyldu eftir að húsinu var skipt í tvo hluta. Þar sem hann klifraði yfir girðinguna í garðinum, sagði hann öðrum keppanda ”I'm not waiting hand on foot, on some fucking moron and her family“.

Eftir þetta, kom Donny Tourette einnig fram í leikjaþættinum Never Mind the Buzzcocks. Þetta sannaði sig sem hræðilegt ”múv“ þar sem að Donny var miskunnarlaust úthúðað af hinum keppendunum og stjórnanda þáttarins. Þema þessa þáttar var einmitt að pína Donny. Þessi þáttur er oft talinn fyndnasti þáttur Never Mind the Buzzcocks af áhorfendum hans. Þátturinn var sýndur nokkrum dögum áður en að fimmta smáskífa Towers of London, ”I'm A Rat“, kom út og í kjölfar hennar lögðu Towers of London af stað í tónleikaferðalag um Bretland.

Hljómsveitin var heppin að komast í burtu eftir tónleika þeirra á Valentínusardaginn þar sem að nokkrir unglingar ákváðu að senda þeim ”ástar“kveðjur sínar með þeirri aðferð að kasta í þá stórum múrsteinum, svokölluðum ”breeze blockers“. Samkvæmt gítarleikaranum The Rev var trommarinn Snell hársbreidd frá því að enda á spítala. Einum unglinganna var náð og hann afhentur lögreglunni.

Þann 13. júlí var gert opinbert að The Rev og Snell væru hættir í hljómsveitinni vegna skoðanna sinna á framtíð sinni með hljómsveitinni. Í stað þeirra hafa komið Kristian Marr og Aaron Attwood en ekki er víst hvort að það verði til frambúðar. Hljómsveitin er nú að semja efni fyrir næstu plötu sína og hljómsveitin hefur sett upp tvö lög hennar á MySpace-inu sínu. Þau heita ”The Bible“ og ”The Towers Waltz“, og þeir eru enn að spila víðsvegar um Bretland.

-

Meðlimir:
Donny Tourette : Söngvari
Dirk Tourette: Gítarleikari
Tommy Brunette: Bassaleikari
Kristian Marr: Trommur/Gítar (fann engar heimildir um hvort hann spilar á)
Aaron Attwood: Trommur/Gítar (fann engar heimildir um hvort hann spilar á)

Fyrrverandi meðlimir:
The Rev: Gítarleikari 2004-2007
Snell: Trommari 2004-2007

-

Fyrsta plata þeirra kom út þann 5. júní 2005 og ber nafnið Blood, Sweat & Towers. Á henni má finna lögin:
1. ”I'm a Rat“
2. ”Air Guitar“
3. ”Kill The Popscene“
4. ”Beaujolais“
5. ”Fuck It Up“
6. ”King“
7. ”Good Times“
8. ”On A Noose“
9. ”Start Believing“
10. ”Northern Lights“
11. ”Fuck It Up“
12. ”How Rude She Was“
13. ”Seen It All"

I'm A Rat
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=VaoCX_T22SI.
Eins og þið heyrið eru þessir strákar með skemmtilegan og yndisfagran hreim =).

Air Guitar
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=v_Ox3QcKNjU

How Rude She Was
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_EOzcRVQcpo

On A Noose
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=MGhngRmHLBU

Ég mæli endregið með þessarri hljómsveit, enda eru þeir frábærir, þessir líka sætu bresku strákar =).
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.