Hérna eru úrslit, spurningar og svör fyrstu pönk triviurnar. Spurningar eru eftir notandann Superofurkleinan.

Spurningarnar og svörin:

1. Árið 1977 var samið eitt mest shockerandi pönklag fyrr og síðar. Það var orsakavaldur þess að hljómsveitin varð enn meira hötuð í heimalandi sínu og víðar. Það var frumflutt þann sjötta júní sama ár. Hvað heitir lagið og hver er hljómsveitin sem flutti það? (2 stig
Svar: God Save the Queen - Sex Pistols
2. Hver voru rétt nöfn hinna fjögurra upprunalegu meðlima The Ramones? (1 stig fyrir hvern, 5 stig fyrir fullt svar).
Svar: Jeffery (Ross) Hyman, John Cummings, Douglas (Glenn) Colvin og Tamás Erdélyi.
3. Nefnið fjórar plötur Clash. (1 stig fyrir hverja plötu, 5 stig fyrir fullt svar.
Svar: The Clash, Give ‘em enough rope, London Calling, Sandinista, Combat Rock, Cut The Crap.
4. Hvað heita meðlimir Green Day? (1 stig fyrir hvern, 4 stig fyrir fullt svar).
Svar: Billie Joe Armstrong, Tré Cool, Mike Dirnt
5. Þar hafa spilað bönd eins og Sex Pistols, Ramones og Siuoxie and the Banshees. Þarna söfnuðust pönkarar saman úr kjarna borganna tveggja. Hverjir voru þessir tveir vinsælustu skemmtistaðir/klúbbar pönktímabilsins? (2 stig).
Svar: CBGB's (NY) og The 100 club (London).
6. Í hvaða hljómsveit var Marianne Elliot og hvert var sviðsnafn hennar? (2 stig).
Svar: hún var í X-ray spex og sviðsnafn hennar var Poly Styrene
7. Hvaða ár var sveitin Sum41 stofnuð? (1 stig).
Svar: 1996
8. Hvað heitir ævisaga Johnny Rotten fv. söngvara Sex Pistols? (1 stig).
Svar: No Irish, No blacks, No dogs.
9. Frá hvaða fylki Bandaríkjanna er nýbylgjusveitin Good Charlotte? (1 stig).
Svar: Maryland
10. Hvað heitir söngvari nýbylgjusveitarinnar Blink 182 og hvaðan er sveitin? (2stig.
Svar: Söngvarinn er Mark Hoppus, og þeir eru frá San Diego.
11. Hvaða söngvari er þekktur fyrir það að láta brjálæðislega á sviði, þ.á.m. nudda hamborgarakjöti við sig, skera sig með glerbrotum og spila á ryksugu? (1 stig).
Svar: Iggy Pop
12.Hvað heita fyrstu tvær plötur MC5? (2 stig).
Svar: Kick out the Jams og Back In the USA
13.She was a case of insanity, her name was Pauline, she lived in a tree. Úr hvaða lagi er þetta textabrot og með hverjum er það? (2 stig).
Svar: Bodies - Sex Pistols.
14.Hvaða hljómsveit gaf út plötuna: How Could Hell Be Any Worse? (1 stig).
Svar: Bad Religion
15.Hvaða bandaríska nýbylgjuhljómsveit kemur fram í myndinni Idle Hands? (1 stig).
Svar: The Offspring
16.Í hvaða hljómsveit var Johnny Thunders? (1 stig).
Svar: New York Dolls
17.Margur pönkarinn gekk með nælur í fötunum sínum. En hver var sá fyrsti til að nota þær sem eyrnalokka? (1 stig).
Svar: John Lydon(Johnny Rotten) úr Sex Pistols

Úrslit:
1. Fuckface = 28 Stig
2. Eyglobyfluga = 24 Stig
3. Delonge = 19 Stig
4. Clash = 14.5 Stig

Til hamingju Fuckface!

Næsta trivia byrjar 3. Febrúar!