Eric Reed Boucher - Greinarsamkeppni Eric Reed Boucher betur þekktur undir nafninu Jello Biafra fæddist í Boulder Colorado þann 17 júní 1958. Faðir hans var sálfræðingur og móðir hans vann/vinnur á bókasafni. Þegar hann var sjö ára gamall heyrði hann í fyrsta skipti í rokktónlist þegar foreldrar hans kveiktu óvart á rokkútvarpsstöð, um leið og hann heyrði tónlistina vissi Eric hvað hann ætlaði að gera þegar hann yrði stór.

Eric var aldrei venjulegt barn og hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og foreldrar hans ýttu undir það. Sjálfur segjir hann að fyrsta minning hans frá barnæsku hafi verið morðið á Johnn F. Kennedy.

Í Janúar 1977 fór Eric í Universaty of California í San Fransico, þar sá hann auglýsingu frá gítarleikaranum East Bay Ray og saman stofnuðu þeir Dead Kennedys. Í fyrstu notaði Eric sviðsnafnið Occupant en stuttu seinna breytti hann því í Jello Biafra en Biafra var lítið stríðshrjáð ríki í Nígeríu en Jello er vinsælt í Vesturlöndunum. Eric samdi texta Dead Kennedys sem voru mjög pólítískir og stundum kaldhæðnir.

Í Júni 1979 stofnaði Eric plötuútgáfuna Alternative Tentacles og gáfu Dead Kennedys út fyrstu smáskífuna sína, California Uber Alles hjá Alternative Tentacles. Allar plötur Dead Kennedys nema ‘Fresh Fruit For Rotting Vegetables’ hafa verið gefnar út af Alternative Tentacles og þar með talið allar Live plötur þeirra, þó að plötuútgáfan hafi alltaf verið í eigu Erics tekur hann ekki hluta af sölugróða fyrirtækisins.

Haustið 1979 bauð Eric sig fram í borgarstjórakosningunum í San Fransisco óflokksbundinn með kjörorðin ,,There's always room for Jello“. Á stjórnarskrá hans var m.a. það að allir sölumenn þyrftu að klæðast trúðafötum innan borgarmarka og bílabann í borginni.
Eric lenti í fjórða sæti af tíu með 3.5% atkvæða.

Eric giftist Theresu Soder betur þekkt sem Ninotchka söngkona ‘The Situations’ 31 október 1981. Bassaleikari og söngvari ‘Flipper’ gaf þau saman en hann gekk sérstaklega í ‘Universal Life Church’ bara til að geta gefið þau saman en giftingin átti sér stað í kirkjugarði. Brúðkaupsveislan var haldin í stúdíói Joe Reis og mættu meðlimir Flipper, Black Flag og D.O.A m.a. í veislina, hjónabandið endaði með skilnaði árið 1986.

Eric gerðist ”spoken word artist“(nokkurs konar ræðumaður) í Janúar 1986, og hefur stundað það síðan þá, þó byrjaði hann ekki að taka það upp fyrr en eftir að Dead Kennedys hættu.
Í apríl sama ár var Eric kærður fyrir að láta Typpaplakkat fylgja með plötunni ‘Frankenchrist’.

Dead Kennedys hættu árið 1986 og árið 1988 stofnaði Eric hljómsveitina ‘Lard’ með Alain Jourgensen úr hljómsveitinni Ministry.
Lard var nokkurs konar hliðarverkefni fyrir meðlimi Ministry með Eric sem söngvara og textahöfund. Eric vann einnig með D.O.A. og gerði lag með þeim fyrir bíómyndina ‘Terminal City Ricochet’ árið 1989 og vann með þeim að plötunni ‘The Sky is Falling and I Want My Mommy’.

Árið 1994 réðust nokkrir menn á hann á skemmtistað því þeim fannst hann vera ”sell-out". Og árið 1998 kærðu fyrverandi meðlimir Dead Kennedys hann fyrir að gefa þeim ekki hluta af gróða þegar hann gaf Levi's réttinn á að nota lag þeirra ‘Holiday in Cambodia’ í gallabuxna auglýsingu. Í maí 200 var Eric síðan dæmdur til að borga hinum þremur meðlimum Dead Kennedys 200 þúsund dala skaðabætur.

Árið 2001 komur gömlu meðlimir Dead Kennedys saman án Erics, fyrst undir nafninu DK Kennedys og seinna meir Dead Kennedys. Í fyrstu var Brandon Cruz staðengill Erics en síðan var honum skipt út fyrir Jeff Penalty. Bæði aðdáendur hljómsveitarinnar og Eric sjálfur hafa gagnrýnt þá fyrir að hafa komið saman aftur.



Heimildir: Wikipedia