The New York dolls Ég ákvað að gera grein um The New York Dolls =)
Njótið

SAGA

Upprunalega, samstóð hljómsveitin af söngvaranum David Johansen, gítarleikurunum Johnny Thunders og Rick Rivets (sem Sylvain Sylvain tók við af eftir nokkra mánuði), bassaleikaranum Arthur “Killer” Kane og trommaranum Billy Murcia. Þeirra fyrstu tónleikar voru á aðfangadag 1971 í aðstöðu fyrir heimilislausa á Endicott Hotel.

Þeir fengu sitt stóra tækifæri þegar Rod Stewart bauð þeim að vera opnunaratriði á tónleikum hans í London. Fljótlega eftir það dó Murcia úr ósjálfráðri köfnun (eftir að hann leið útaf út frá dópi og alkóhóli, grúppíur settu hann í kalt bað og neyddu ofan í hann kaffi). Jerry Nolan tók við af honum, þó að Richard Hell og trommari Ramones, Marc Bell (Marky Ramone) segði seinna að hann hefði farið í áheyrnarpróf til að taka stað Murcia. “Aðeins tveir mættu í þetta próf, ég og Jerry. Þeir réðu hann því ég var í öllum þessum dúllum og draumórum.”

Hljómsveitin var undir áhrifum frá eldri takti og blús, eldra Rolling Stones efni, klassískum Bandarískum kvennagrúppum og anarkískum post-psýkadelískum böndum eins og MC5 og the Stooges, rétt eins og þáverandi glamrokkurum eins og Marc Bolan og David Bowie. Þeir fóru sínar eigin leiðir, bjuggu til eitthvað sem gagnrýnandinn Stephen Thomas Erlewine sagði um: “Þetta hljómar ekki eins og neitt sem komið hefur fram áður. Þetta er hart rokk með uppburðarlitlu andríki, útihátíðarstemmning og listlíki þess að haldast uppi á illgjarni brún.”

Orka Johansens bætti upp fyrir orkulitla röddina; undarlegi hljómurinn úr gítar Thunders varð nánast vörumerki hljómsveitarinnar á sekúndunni, rétt eins og rythmaleikur Sylvains; skoppandi bassi Arthurs og hinn þungi trommusláttur Nolans. Í tauinu var hljómsveitinni líkt við hrekkjavökugengi af klæðskiptingum sem höfðu brotist inn í fatahirslur Rolling Stones og Marc Bolans og gert fötin jafnvel enn ýktari og út úr heiminum, - einna best lýst af blaðamanninum Alan Parker sem “ennþá sjokkerandi, algjör skandall í þá daga.” Tónlistin þeirra, sem var mest samin af Johansen og Thunders, einstaka sinnum af Johansen og Sylvain, var eins og röð orkusprengja úr iðrum New York borgar þaðan sem þeir komu, sérstaklega gegnum goðsagnakennda tónleika þeirra á Mercer Arts Center. Lög eins og “Personality Crisis,” “Trash,” “Frankenstein” og “Jet boy” voru sæðisskot gítarmisþyrminga og að bæta fyrir í framkomu þar sem hæfileika vantaði. En þrátt fyrir framkomuna voru Dolls ekki alveg hæfileikalausir, “Subway Train t.d. var aðdáunarvert verk vegna textans. Eins spiluðu þeir mjög vel í laginu.

Þessi og sex önnur (ásamt hröðu coveri af Pills eftir Bo Diddley) enduðu á fyrstu breiðskífu þeirra, New York Dolls (Mercury) árið 1973. Framleidd af Todd Rundgrean,töldu sumir gagnrýnendur að hann hafi gefið lögum þessarar hráu hljómsveitar of þýðan hljóm, meðan aðrir sögðu að hann hefði hjálpað þeim og bætt tónlistina til muna. Platan fékk oftast góða dóma, en salan gekk verr. Verridómar voru meðal annars þegar eitt sinn líkti Sterio Review tímaritið gítarleik Johnny's við sláttuvél!

Á næstu plötu þeirra vann kvintettinn með öðrum frægum framleiðanda, George (Shadow) Morton, sem framleiddi fyrir Shangri-Las og öðum kvennasvietum á miðjum sjöunda áratugnum (1960's) og öðrum böndum. Langt frá útvarpstruflunakenndum stíl þeirra þróaði hann þessar litlu goðsagnir, hann gaf the Dolls megurri hljóm fyrir Too Much Too Soon sem gefin var út 1974. Söngvasmíð sveitarinnar virtist dala eitthvað á meðan þeir endurgerðu nokkur R&B lög sem sýndu þó nokkuð af þeirra upprunalegu orku, sérstaklega yfir endurgerðinni af Showdown eftir Archie Bell and the Drells. Gangrýnendur klöppuðu þeim lof í lófa en almenningur var jafnvel enn áhugalausari en yfir fyrstu plötunni (skoðanakönnun í tímaritinu Creem leiddi í ljós að þeir þóttu bæði bestir og verstu nýliðarnir árið 1973).

Dolls voru reknir frá Mercury stuttu eftir þetta og sveitin snéri til breskari klæðaburðar og Malcom McLaren gerðist umboðsmaður þeirra. Þessi ögrandi atriði sem Malcom lét seinna virka hjá Sex Pistols sprungu í andlitum New York Dolls, sérstaklega þegar hann lét hljómsveitina klæðast rauðu leðri undir atriði sovéska fánans, sem líklega hefur fælt í burtu plötufyrirtæki sem gæti hafa tekið sénsinn á Dolls eftir að Mercury rak þá. Fyrir utan tvö stutt tímabil hafa þessar tvær plötur New York Dolls - taldar vera ósamkeppnishæft (því þær eru svo góðar) hrátt protopönk og ”anything-goes"rokki - aldrei verið ófáanlegar.

The New York Dolls hættu starfsemi 1992 en 2004 komu þrír eftirlifandi meðlimir sveitarinnar fram á Meltdown Festival.

Plötur

* 1973 - New York Dolls
* 1974 - Too Much Too Soon
* 1981 - Lipstick Killers - The Mercer Street Sessions 1972
* 1984 - Red Patent Leather
* 1992 - Seven Day Weekend

ATH: Seven Day Weekend og Red Patent Leather voru endurútgefnar 2002 undir nafninu Great Big Kiss.

* 1993 - Paris Le Trash
* 1998 - Live In Concert, Paris 1974
* 2002 - From Paris With Love (L.U.V.)
* 2003 - Manhattan Mayhem
* 2006 - One Day It Will Please Us to Remember Even This

Safnplötur

* 1977 - New York Dolls / Too Much Too Soon
* 1977 - Very Best of New York Dolls
* 1985 - Night of the Living Dolls
* 1985 - The Best of the New York Dolls
* 1987 - New York Dolls + Too Much Too Soon
* 1990 - Super Best Collection
* 1994 - Rock'n Roll
* 1998 - Hootchie Kootchie Dolls
* 1999 - The Glam Rock Hits
* 1999 - The Glamorous Life Live
* 2000 - Actress: Birth of The New York Dolls
* 2000 - Endless Party
* 2000 - New York Tapes 72/73
* 2002 - Great Big Kiss (reissue of Seven Day Weekend and Red Patent Leather)
* 2003 - Looking For A Kiss
* 2003 - 20th Century Masters - The Millennium Collection: The Best of New York Dolls
* 2004 - The Return of the New York Dolls - live from the royal festival hall 2004
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.