Dee Dee Ramone Dee Dee Ramone hét réttu nafni Douglas Glenn Colvin og var fæddur í Þýskalandi 18 september árið 1952. Hann var meðlimur í Ramones. Hann er talinn einn mikilvægasti tónlistarmaðurinn í sögu pönk rokksins en einnig sá sem er mest litið yfir. Lögin sem hann samdi voru byggð á hans eigin lífsreynslu; að sniffa lím, alast upp í Þýskalandi, að vera sonur hermanns og vinnan hans á götunni. Hann og Joey sömdu flest alla tónlistina og notuðust við acoustic gítara og spiluðu bara eitthvað saman aftur og aftur þangað til út kom lag.

Dee Dee var (samkvæmt sögn) ekki svaka töffari né “asni(asshole)” . Sagt er að hann hafi verið frekar barnalegur og feikaði aldrei persónuleikann.

Í myndinni Rock and Roll high school, átti Dee Dee svo erfitt með að læra textanna sína að allt sem hann sagði takmarkaðist við orðið “pizza”…

Dee Dee var “the punk” í hljómsveittinni !

Hann samdi eiginlega sína eigin ævisögu, “Poison” stundum “Lobotomy” en það er ekki hægt að segja að bókin sé góð heimild, því að Dee Dee átti alltaf erfitt með að greina raunveruleika frá fantasíum, m.a. vegna mikillar eiturlyfjaneyslu.

Dee Dee átti mjög erfitt með að gera tvo hluti í einu, t.d. að syngja og spila á bassa á sama tíma. Það var ein ástæðan af hverju Joey kom inn í hljómsveitina.

Hætti í Ramones árið 1989, CJ Ramone kom hans í stað. Eftir að hann hætti í Ramones gerðist hann rappari undir nafninu Dee Dee King og ég veit ekki hvernig það gekk nema að hann gaf allavega út plötuna FUNKYMAN… En hann kom samt stundum fram með Ramones eftir að hann hætti og kom einnig fram á lokatónleikum þeitta “We are outta here”

Hann var vígður inn í Rock and Roll Hall of Fame árið 2002 ásamt honum meðlimum Ramones. Minna en 2 mánuðum síðan fannst hann dáinn af of stórum skammti af heróíni, konan hans kom að honum.

Questioningly er eitt af þeim lögum sem Dee Dee samdi í þunglyndiskasti og er alveg svakalega flott og fallegt lag.

Það er alltaf létt að heyra í hvaða lögum hann syngur, röddin hans er svo einstök…Dæmi er í We are a happy family og i enda Pinhead (gabba gabba hey laginu)..

“Þá er það bara GABBA GABBA HEY”
This is an incredibly romantic moment, and you're ruining it for me!