The Ramones. ég setti þessa grein inná /rokk fyrir þó nokkrum tíma, og nú þegar /punk er komið þá ætla ég að endur-posta þessari grein.


The Ramones var ein af fyrstu Punk hljómsveitum Ameríku og varð fljótlega ein frægasta punk fljómsveit heims
og Persónulega finnst mér þetta vera frábær hljómsveit.

The Ramones var stofnuð árið 1974 og skartaði þá meðlimunum Jeffrey Hayman á trommum
John Cummings á gítar og Douglas Colvin á bassa og söng líka.
Stuttu eftir að hljómsveitin var stofnuð fann Douglas út að hann gat varla spilað og sungið á sama tíma, þá tók hann
Jeffrey við og gerðits söngvari hljómsveitarinnar.
Douglas var sá fyrsti til að nota sviðsnafnið “Ramone” og kallaði sig þá “dee dee ramone”(hann fékk hugmyndina frá Paul Macartney sem notaði oft nafni Paul Ramone til að skrá sig inná hótelherbergi)
seinna gerðu John og Jeffrey það samma og kölluðu sig síðan “Joey Ramone” og “ Johnny Ramone”.
Hljómsveitin varð svo skýrð í höfuð sviðsnafnsins.
Ramones voru að leita að trommara og höfðu áheyrnarprufur í Performance stúdíó-inu þar sem þeir æfðu sig,
hann Thomas Erdelyi góðvinur hljómsveitarinnar sýndi fólkinu sem sótti um hvernig spila átti lögin þeirra, seinna áttuðu þeir sig á að Thomas Erdelyi spilaði lögin best af þeim öllum og fékk hann þá
stöðuna sem trommari bandsins og tók við viðurnefninu “Tommy Ramone”.

Árið 1975 fengu þeir plötusamning við Sire Records þegar eigandi fyrirtækisins sá þá spila á CBGB´s og tóku þeir upp plötuna “Ramones” og kostaði 6000 dali að gera plötuna.
Tveimus árum seinna tóku þeir upp plötuna “Rocket to russia” enn þegar það var verið að gera hana hætti Tommy til að einbeita sér meira af stúdíó vinnu sinni, Marc Bell tók við af honum og fékk þá viðurnefnið “Marky Ramone” og kláraði með þeim plötuna.
Tommy kenndi honum Marky öll lögin til að hann myndi passa betur inní hljómsveitina og framleiddi líka fjórðu plötu þeirra Road to ruin og áttundu plötu þeirra Too though to die.
Árið 1979 léku The Ramones í myndinni Rock and roll high scoll eftir Allan Arkush og sömdu líka mestalla tónlistina í myndinni, eftir myndina vildi Phil Spector framleiða plötu með Ramones og gerði á endanum með þeim plötuna
End of the century sem kom út árið 1980.
Marky Ramone var rekinn úr hljómsveitinni eftir gerð plötunnar vegna drykkjuskaps og fékk þá hann Richard Beau (Richie Ramone)
stöðu sem næsti trommari bandsins og tók upp með þeim plöturnar Too though to die, Animal boy og Halfway to sanity, Richie hætti árið
1987 og tók svo hann Clem Burke (Elvis Ramone) við af honum.

Árið 1989 hætti hann Dee Dee Ramone í hljómsveitinni og tók hann Christopher John Ward (C.J. Ramone) við og spilaði með hljómsveitinni þangað til að þeir hættu,
Dee Dee hélt áfram að semja fyrir hljómsveitina og stofnaði svo sína eigin “sóló” hljómsveit undir nafninu Dee Dee King þar sem hann söng og spilaði á bassa.
Árið 1992 hætti hljómsveitin hjá Sire Records og gerði samning við Radioactive Records og gáfu út plötuna Mondo Bizzarro.

The Ramones hættu stuttu eftir tónleika þeirra á Lollapalooza hátíðinni vegna persónulegra ádeilna, Síðustu tónleikar þeiira voru teknir upp á geisladisk og gefnir út á VHS undir nafninu We're outta here og skartaði mörgum gestaspilurum m.a Lemmy í Motörhead, Eddie Vedder úr Pearl Jam, Tim Armstrong , Lars Fredriksen úr Rancid og Chris Cornell úr Soundgarden.
15 apríl 2001 dó Joey Ramone úr Krabbameini.
Árið 2002 fengu Ramones sæti í Rock and roll hall of fame og komu þá Johnny Tommy Marky og Dee Dee saman, tveimur mánuðum seinna dó Dee Dee Ramone úr of stórum skammti af Heróíni.
Johnny dó svo í September árið 2004 úr krabbameini.

The Ramones gáfu út 18 plötur (14 stúdíó og 4 live).

GABBA GABBA HEY !