Jón Jósep....a.k.a Jónsi Í Svörtum Fötum EurovisionFari :) Jón Jósep Snæbjörnsson eða bara Jónsi eins og flestir þekkja hann.
Jónsi er fæddur og uppalinn Akureyringur, hann byrjaði snemma að syngja fyrir fólk og segir hann sjálfur frá því þegar hann var lítil stubbur að syngja fyrir alla ættina.
Árið 1996 tók hann þátt í Söngvakeppni Framhaldsskóla en því miður lenti hann bara í 4 sæti, en á því tímabili var hann með sítt hár og gekk í rauðum leðurbuxum, gekk í kfum og kfuk…
Á meðan göngu hans í Menntaskóla Akureyrar gengur, kynnist hann tilvonandi konu sinni , Rósa Björgvinsdóttir heitir hún, en þau verða mjög ástfangin og eru það enn þá í dag.
Í kringum árin 1997-1998 flytjast Rósa og Jónsi saman til Reykjavíkur þar sem Jónsi hefur mikinn áhuga á tónlist og hefur það góða rödd!
Árið 1998 um haustið kynnist gengur Jónsi í hljómsveit ásamt vini sínum honum Hrafnkeli, en hljómsveitin ber nafnið Gulfiskarnir, Jónsi hafði alið þann draum að stofna hljómsveit sem bæri heitið “Fönk í svörtum fötum” en þegar kom á daginn að bandið væri veikt á fönksvellinu var nafninu örlítið hagrætt.
1 Maí 1999 á Kaffi Reykjavík héldu Soul og stuðbandið Í svörtum fötum sínu fyrstu tónleika, klæddust þeir semsagt hvítum skyrtum, svört bingi, vel lakkaðir lakkskór og svört jakkaföt frá Sævari Karli.
Vorið 1999 tók Kári Árnason við sem trymbill í hljómsveitnni. Hann trommaði með þeim í tæpt ár en yfirgaf bandið í janúar 2000. Þorvaldur Þór Þorvaldsson hljóp í skarðið með stuttum fyrirvara og óhætt að segja að hann hafi haft mikil áhrif á velgengni hljómsveitarinnar.
Haustið 2000 byrjaði að heyrast meira til þeir á böllum og fleirum stöðumen þá byrjaði þeim að vanta frumsamið efni þá kom plötu hugmynd í gagn sem hér: Verkefni 1, Upptökur, hljóðblöndun og framleiðsla tók samtals 10 daga og má kannski segja að gæðin hafi verið í samræmi við það.
Stíll hljómsveitarinnar hefur mikið breyst frá árinu 1999. Bindin hættu að sjást og bolir í öllum litum komu í stað hvítu skyrtunnar. Meðlimir fóru jafnvel að sjást á strigaskóm á sviðinu. Tónlistarstefnan tók stakkaskiptum og vinsæl tökulög og eigið efni náði yfirhöndinni á kostnað gömlu Soul-laganna.

Fyrsta lagið þeirra, Nakinn kom út í apríl 2001 en það varð fyrir miklum vinsældum og hafnaði á 2 sæti íslenska vinsældarlista. Lagið heillaði marga alveg upp úr skónum og var það líka vel til haft og með mikli hjálp frá Haffa í Sssól.
2002 varð Í Svörtum Fötum orðin eitt af heitustu og vinsælustu hljómsveitum landsins. Hljómsveitin fékk verðlaun fyrir “Bestir á ball” á Hlustendaverðlaunum Fm 957. Þetta sama ár um sumarið hófust upptökur á fyrstu plötu hljómsveitinnar sem hét “Í Svörtum Fötum”. Platan fékk mjög góða dóma og seldist í yfir 6.000 eintökum.
Áfram hélt hljómsveitin að glansa og réðu fram í rauðan dauðan og allt gekk í sómanum og árið 2003 héldu þeir titlinum “Bestir á Balli” og Jónsi var einnig valin söngvari ársins
Um haustið hefjast upptökur á nýrri plötu sem heitir “Tengsl”. Platan kemur síðan út rétt fyrir jól og fékk mjög góða dóma og seldist mjög vel og er enn þá að seljast J. En núna í Mars kom út Dvd diskur með þeim en hann inniheldur útgáfutónleikana 2003 og Nokkur Myndbönd frá þeim félogunum.
Jónsi hefur einnig komið mikið fram í Söngleikritinu Grease sem hefur verið sýnt í Borgarleikhúsinu í allan vetur en er ný hætt eftir góðar móttökur. Jónsi er að byrja í sumar á nýu leikriti sem heitir Fame og verðu það sýnt í Vetrargarðinum í Smáralin.
En núna er Jónsi á leiðinni á Eurovision með lag sem heitir Heaven en það er eftir Sveinn Rúnar Sigurðsson. En Jónsi munn flytja lagið í Istanbúl í Tyrklandi 15 Maí.

Ég vill bara óska Jónsa og öllum fylgismönnum hans til Tyrklands góðs gengis á Eurovision.

Þessi grein er tileinkuð öllum Jónsa aðdáendunum og virkilega einni sérstakri stelpu…! hún veit hver hún er :)