Madonna - American Life Platan að þessu sinni / fyrsta sinni er með Madonnu og heitir American Life.


Lagalisti og umsögn um hvert lag:

01 American Life - Lag sem að naut mikilla vinsælda í byrjun sumars og gerir enn. Og eitt af bsetu lögum Madonnu.

02 Hollywood - Lag sem að maður er enn að hlusta á í útvarpinu enda mjög gott og nýr stíll sem að Madonna er að taka upp.

03 I'm So Stupid - Að mínu mati lélegasta lagið á disknum. Meira hef ég ekki að seigja um það.
04 Love Profusion - Fínt lag, eitt af rólegu lögunum á disknum. Hefur ekki náð á toppinn enn.

05 Nobody Knows Me - Þeir hafa aðeins verið að spila þetta á FM þannig margir hafa heyrt það. Minnir mikið á Die Another Day sem er snilldar lag og því ert þetta gott líka.

06 Nothing Fails - Annað rólegt lag, röddin hennar er góð í þessi lög. Þótt að ég viti að margir fíli það ekki en þetta er engu að síður frábært lag.

07 Intervention - Stór hluti af laginu er hún að syngja og það er gítar sem spilar undir. Eitthvað sem að maður heyrir ekki oft með henni. Lagið breytist svo mjög mikið þegar að það líður á það og er snilld.

08 X-Static Process - C/P hér fyrir ofan svipuð lög en bæði góð.

09 Mother and Father - Ekta Madonnu lag, eitt af þeim bestu á disknum.

10 Die Another Day - Gamallt, en það besta sem að Madonnu hefur sungið.

11 Easy Ride - Þarna fær rödd Madonnu að njóta sín í alla kanta. Sem er frábæt, topplag.

Diskurinn er Skrifaður af Madonnu og Mirwals Ahmadzal.

Allt hér fyrir ofan sem að ég skrifa er á mína ábyrggð. Og mínar skoðanir. Þið ráðið hvort að þið
takið mark á þeim eða ekki.

Þessi plata er að mínu mati sú besta sem að Madonna hefur gert. Og þá er nú mikið sagt.

Einkunn: 8.3


ÞESSI GEISLADISKUR FÆST Í SKÍFUNNI Á 2599 KR. OG Á WWW.SKIFAN.IS Á 1999 KR.


Plötugagnrýni er í boði Skífunnar.

- Björn Þór Karlsson