Selena Quintanilla-Pérez var mexíkósk/amerísk söngkona og hefði hún orðið 40 ára í dag. Hún var vinsælasti latínutónlistarmaðurinn á tíunda áratugnum og var hún kölluð “The Queen of Tejano music”. Hún söng lög á borð við Amor Prohibido, Como La Flor, I Could Fall In Love og Dreaming Of You, sem kom út stuttu áður en hún var myrt af Yolanda Saldívar, forseta aðdáendaklúbbsins hennar. Selena og fjölskylda hennar komust að því að Yolanda stal peningum úr aðdáendaklúbbnum og fatabúðinni hennar, og þann 31.mars 1995 þegar Selena reyndi að tala við hana skaut hún Selenu og hún dó, aðeins 2 vikum fyrir 24 ára afmælið sitt.

Selena giftist Chris Pérez 2.apríl 1992, en faðir hennar hafði ekki verið sáttur með sambandið. Áður en hún dó voru þau búin að plana að eignast börn.
Árið 1997 kom út mynd um Selenu þar sem Jennifer Lopez lék hana (það var hlutverkið sem kom henni á kortið), en allur söngurinn í myndinni er sunginn af Selenu.

Minning Selenu lifir enn.