Hæhæ,

ég heiti Bjössi og er tvítugur trommari að vestan, nýfluttur til Reykjavíkur til að hefja nám við tónlistarskóla FÍH.

Þannig er mál með vexti að mig bráðvantar æfingaraðstöðu þar sem ég get haft trommusettið og spilað eins og ég vill, þess vegna 10 tíma á dag. (þó ekki séraðstöðu lengst útí rassgati til að spila lengur en 10 eða eitthvað svoleiðis)

Ég bý á Langholtsveginum fyrir ofan Skeifuna (104 Rvk) og er fótgangandi / á hjóli. Þar af leiðandi væri æskilegt ef húsnæðið /plássið væri einhversstaðar í grenndinni (t.d ekki í Mosfellsbæ) Ef þið hafið hugmynd um eitthvað pleis til leigu, (eða jafnvel frítt?) og það má þessvegna vera alveg pínulítið, ég þarf bara pláss fyrir settið mitt sem er ekki stórt, þá endilega láta mig vita í personal message.


Svo vil ég taka það fram að framkoma mín, umgangur og þrifnaður eru til fyrirmyndar í alla staði, og ég stefni á atvinnumennsku í tónlist svo ég er ekki að leita að kaldri, skítugri holu í Hafnarfirðinum þar sem að ég mun eyða flestum dögum allan daginn þarna í allan vetur.


Fyrirfram þakkir.