Síðustu tónleikar Gus Gus í 6 mánuði, 25. Mars á Nasa

Síðustu tónleikar hljómsveitarinnar Gus Gus í heila 6 mánuði verða haldnir á Nasa laugardagskvöldið 25.mars næstkomandi.

Gus Gus hljómsveitin samanstendur af fjórum meðlimum. Þeim Earth, Bigga Veiru, Buckmaster de la Cruz og
President Bongo en þau heita réttum nöfnum Urdur Hákonardottir, Biggi Thorarinsson, Magnús Guðmundsson og Stephan Stephensen.

Upphaflega var sveitin stærri skipaði meðal annars Blake, Daníel Ágúst, Emiliana Torrini, Fuckmaster og Hafdisi Huld en þannig leit hljómsveitin út fyrir 10 árum síðan.

Síðan þá hafa Gus Gus orðið heimsfrægir og slegið rækilega í gegn á Íslandi en þeir eru án efa eftirsóttasta tónleikabandið bandið í dag.

Fimmta breiðskífa Gus Gus er tilbúin nú þegar og verður gefin út á þeirra eigin útgáfu sem ber nafnið “Pineapple records” og verður gefin út eigi síðar en í júni næstkomandi.
Hljómsveitin mun samt sem áður ekki koma fram næsta hálfa árið eða ekki fyrr en í oktober og von er á nýjum meðlim hljómsveitarinnar hver svo sem það er.
Það er því einstakt tækifæri að verða vitni af tónleikum þeirra 25. mars en plötsnúðurinn Dj Margeir hitar upp fyrir Gus Gus í þetta skiptið.
Eftir Hljómsveitina sjálfa mun skífuþeytirinn Exos sjá um að halda fjörinu áfram langt fram eftir nóttu.

Ekki klikka á síðustu tónleikum Gus Gus í 6 mánuði, 25. Mars á Nasa ásamt Dj Margeiri og Exos og mætið snemma þar sem tónleikarnir sjálfir byrja um miðnætti.

http://www.gusgus.com
http://www.exosmusic.com
http://www.margeir.com