Jæja góðan daginn hér…
Eins og kannski einhverjir hafa tekið eftir er nýjasta og jafnframt fimmta breiðskífa Weezer núkomin út og langaði mér bara rétt að segja mitt álit á henni og minna á sveitina um leið…
Verð að viðurkenna að mér drullukveið fyrir að setja diskinn í spilarann í gærkveldi, bjóst kannski við hinu versta..útbrunnir eða eitthvað en viti menn nýja skífan hljómar bara ágætlega..
Hún toppar reyndar ekki tvær fyrstu albúmin en þetta er samt mögnuð endurkoma…
Þeir eru orðnir aðeins poppaðri þó það sé nú stutt í pönkrokkið og einn af fáum göllum plötunar eru textarnir sem eru á köflum viðbjóðslega væmnir…þannig að leiðið þá hjá ykkur… Semsagt þeir kunna þetta ennþá gömlu refirnir…
P.S Er á leiðinni á Weezertónleika í London í júni:)