Pínulítið Meir

Minningaflæði í pörtum
Glampar sem þjóta mér hjá
Minn eiginn völundarheimur
burtu rekur mig lengra frá

Hvar sem ég er niðurkomin
umlukin rauðri sól
ég reyni að koma mér fyrir
og kannski að búa til lítið skjól

Viðlag:
Hugmyndaflug
í svimandi hæð
svimandi eftir betri stað
Hugmyndaflug
öllu ég ræð
öllu ég sleppi hvað með það
gefðu mér von um daginn í dag
já gefðu mér pínulítið meir

Þar getur enginn mig borið
sökum og sært mig á ný
ég þarf ekki lengur að felast
ég er hrein eins og nýfætt ský

Stundum þó læðist að grunur
og framtíðin virðist grýtt
ég reyni að halla aftur augum
og prófa ferðina upp á nýtt

Viðlag:
Hugmyndaflug
í svimandi hæð
svimandi eftir betri stað
Hugmyndaflug
öllu ég ræð
öllu ég sleppi hvað með það
gefðu mér von um daginn í dag
já gefðu mér pínulítið meir

Guðmundur Jónsson
Íris Kristinsdóttir