Sögur ísf og írafárs…

Í svörtum Fötum


lykiltímapunktar:Jan 98 Bandið stofnað
Mar 98 Áki kemur inn
Apr 98 Einar kemur inn
Maí 98 Fyrstu tónleikarnir
Jún 98 Hrafnkell kemur inn
Sep 98 Jónsi ráðinn
Des 98 Nafnið komið
Jan 99 Fyrstu tónleikarnir
Apr 99 Nýr trommari, Kári
Jan 00 Doddi tekur við
Des 00 Verkefni 1 kemur út
Maí 01 Nakinn kemur út
Sep 01 Samningur við Skífuna
Mar 02 Bestir á balli á Fm verðlaununum
Ágú 02 Doddi fer út í nám - Palli tekur við
Nóv 02 Breiðskífan í Svörtum fötum kemur út
Des 02 Dag sem dimma nátt á toppnum

——————————————————————————–Í svörtum fötum er ein af fáum hljómsveitum þar sem enginn einasti meðlimur hefur verið með frá upphafi. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá stofnun hennar hefur verið skipt einu sinni um söngvara, gítar-, bassa- og hljómborðsleikara og tvisvar um nafn, tónlistarstefnu og trommuleikara !

Vorið 1998 var planið að búa til órafmagnaða hljómsveit og var þá mikið spekúlerað í artistum eins og Sade, Toto, Anne Lennox o.fl.. Brátt fóru núverandi meðlimir að týnast inn, fyrstur kom Áki, síðan Einar og í þeirri mynd kom hljómsveitin einu sinni fram undir nafninu Gullfiskarnir. Næst var skipt um gítarleikara og var félagsmiðstöðvafrömuðurinn Hrafnkell Pálmarsson kallaður til. Þegar söngkonan Þóra varð að hætta vegna barnsburðar haustið 1998 var 21 árs galgopi að nafni Jón Jósep fenginn í prufu. Hann heillaði alla með sínu lífsglaða viðmóti og kraftmiklum söng og var því ráðinn í bandið.

Var nú æft af miklu kappi og ekki er lokum fyrir það skotið að svört Soul-tónlist í anda James Brown, Marvin Gaye, Sam & Dave og Aretha Franklin hafi átt upp á pallborðið. Soul og stuðbandið Í svörtum fötum var orðið að veruleika og hélt sína fyrstu tónleika á Kaffi Reykjavík 1. janúar 1999.

Klæðnaðurinn á þessum tíma var einfaldur; hvít skyrta, svart bindi, vel bónaðir lakkskór og svört jakkaföt frá Sævari Karli. Nafnið er komið frá Jónsa sem hafði alltaf dreymt um að búa til Fönkband undir nafninu Fönk í svörtum fötum. En þar sem við spiluðum lítið fönk þá var “… í svörtum fötum” látið duga og var þá hugmyndin að geta skeytt hverju sem er fyrir framan nafnið.

Um vorið 1999 tók Kári Árnason við sem trymbill. Hann trommaði með okkur í tæpt ár en yfirgaf okkur í janúar 2000. Þorvaldur Þór Þorvaldsson hljóp í skarðið með stuttum fyrirvara og óhætt að segja að hann hafi haft mikil áhrif á velgengni hljómsveitarinnar.

Árið 2000 var mjög gott fyrir Í svörtum fötum. Hvar sem við lékum fengum við frábærar undirtektir og hróður hljómsveitarinnar fór stöðugt vaxandi. Því ákváðum við í desember það ár að gefa út plötuna Verkefni 1. Upptökur, hljóðblöndun og framleiðsla tók samtals 10 daga og má kannski segja að gæðin hafi verið í samræmi við það.

Stíll hljómsveitarinnar hefur mikið breyst frá árinu 1999. Bindin hættu að sjást og bolir í öllum litum komu í stað hvítu skyrtunnar. Meðlimir fóru jafnvel að sjást á strigaskóm á sviðinu. Tónlistarstefnan tók stakkaskiptum og vinsæl tökulög og eigið efni náði yfirhöndinni á kostnað gömlu Soul-laganna. Við gleymum þó aldrei upprunanum og erum alltaf með eitthvað svart í pokahorninu.

Lagið Nakinn kom út í apríl 2001 og var fyrsta lag hljómsveitarinnar sem náði almennri hylli enda var vel vandað til verksins með dyggri aðstoð Haffa í SSSól. Lagið náði 2. sæti á Íslenska listanum sem er harla gott í fyrsta skoti.

Í september 2001 urðu kaflaskil í sögu hljómsveitarinnar þegar við skrifuðum undir samning við Skífuna upp á 4 plötur.

Í desember 2001 sendi hljómsveitin frá sér sitt fyrsta jólalag sem nefnist “Jólin eru að koma”. Íþróttasamband fatlaðra gaf lagið út á samnefndri plötu. Við lagið var gert glæsilegt myndband og vonandi hefur lagið fest sig í sessi sem ómissandi þáttur í jólaundirbúningi landsmanna.

Árið 2002 festi í Svörtum fötum sig í sessi sem ein vinsælasta hljómsveit landsins. Febrúar og mars mánuðir það ár verða seint slegnir út því á þessum 59 dögum kom hljómsveitin 42 sinnum fram, auk þess að fara saman eina utanlandsferð. Hljómsveitin fékk viðurkenningu sem “Bestir á balli” á Hlustendaverðlaunahátið Fm 957 og um sumarið hófust upptökur á fyrstu alvöru plötu hljómsveitarinnar sem fékk nafnið “Í svörtum fötum”. Dag sem dimma nátt sat í byrjun desember á toppi beggja vinsældalista landsins, á Steríó og Fm 957.

Á árinu 2003 stefnir hljómsveitin að því að gera aðra plötu, halda ennþá flottari útgáfutónleika, spila um allt land og einnig eru ýmis járn í eldinum sem ekki er hægt að greina frá á þessum tímapunkti.
_____________________________________________________________
Írafár

Sagan
Saga Írafárs hófst í febrúar 1998 þegar Viggi og Steini, sem höfðu eitthvað verið að myndast við að spila í hljómsveit, langaði að stofna alvöru hljómsveit sem mundi einbeita sér að ballmarkaðnum. Þeir höfðu samband við Sigga bassaleikara sem þeir könnuðust við frá einu þorrablótsgiggi árið áður og var hann meira en til í að ganga til liðs við þá félaga. Þegar þar var komið við sögu var kjarninn kominn sem myndar bandið í dag. Þó var nú ekki fullskipað í bandið og hófst leit að hljómborðsleikara. Steini hafði verið í hljómsveit með öldnum manni sem svaraði nafninu Helgi gamli ( þegar hann hafði kveikt á heyrnartækinu) fyrir austan fjall á arum áður og hóaði Steini í hann á æfingu og maðurinn var ráðinn á staðnum eftir ítarlegar prófanir á getu á hljómborðið, húmor og öðrum nauðsynjum. Nú vantaði bara eitt, söngvara eða söngkonu til að syngja með Vigga. Auglýst var risa “audition” í öllum dagblöðum landsins og boðuðu komu sína ýmsir aðilar úr öllum áttum og á öllum aldri. Hljómsveitarmeðlimir höfðu einstaklega gaman af þessu öllu saman og ákváðu eftir umhugsun að ráða söngkonu, Írisi í bandið. Enn voru menn ekki sáttir við skipanina og réðu elsta bróðir hans Vigga, Hjört sem hafði spilað með ýmsum böndum fyrir austan fjall við góðan orðstír og var hann ráðinn á slagverk og sem söngvara. Þar með var bandið loksins fullskipað og hóf spilamennsku víða. Ekki var ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því annað giggið var sjálf Þjóðhátíðin í Eyjum þar sem bandið sló fyrst í gegn

Nú tíminn leið og á haustdögum 1999 ákváðu Hjörtur og Íris að yfirgefa bandið og leita á önnur mið og var strax farið í það að ráða söngkonu en slagverkshlutverkið var lagt niður. Nýja söngkonan hún Birgitta var ráðin á undraskömmum tíma og var haldið áfram bullandi spilamennsku í byrjun ársins 2000 og um sumarið það ár kom út fyrsta lag hljómsveitarinnar “Hvar er ég?” og sló rækilega í gegn. Gott dæmi um hvað hljómsveitin er góð uppeldisstöð fyrir heilbrigða og heilsteyypta einstaklinga er þegar Helgi ákvað að taka tilboði um að gerast skólastjóri Grunnskóla úti á landi og þar með að hætta í hljómsveitinni. Ekki var slíku stóru skrefi í frama gamals manns andmælt og var hafist handa við að ráða annan hljómborðsleikara og fannst hann einnig á undraskömmum tíma. Tobbi nokkur verkfræðinemi var ráðinn bæði á hljómborð og gítar og fell eins og flís við rass í hópinn.

Núna í byrjun árs 2001 var hljómsveitin valin ferskleiki ársins á hlustendaverðlaunum FM 957 og voru meðlimir ansi stoltir af þeirri nafnbót. Stuttu eftir það eða í Apríl kom út lagið Fingur sem náði gríðarlega miklum vinsældum um sumarið. Það ásamt laginu Eldur í mér voru gefin út á safnplötunni Svona er sumarið 2001.

Þáttaskil urðu í sögu bandsin á haustmánuðum 2001 þegar Steini trommari og Tobbi hljómborð sögðu skilið við sveitina. Trommari var ráðinn snarlega og koma það í hlut gamla skímó trymbylsins Jóhanns Bachman. Þar þurfti ekki að leita langt yfir skammt því að hann var og er kærastinn hennar Birgittu. Hljómborðsleikarinn var aðeins vandfundnari og munaði minnstu að bandið myndi syngja “The Final Countdown” það sem eftir væri. En eftir nokkurra vikna leit fannst ungur og efnilegur hljómborðsleikari, Andri Guðmundsson. Hann hafið þá lítið spilað með ball-hljómsveitum þar sem hann hafði varla aldur til að fara sjálfur á skemmtistaði. Þeir Hanni og Andri smullu vel og gat bandið nú haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þá þegar var hafist handa við að taka upp frumsamið efni og voru 12 demó kláruð fyrir jól.

Árið 2002 byrjaði svo sannarlega vel hjá hljómsveitinni. Birgitta var kosin kynþokkafyllsta konan af hlustendum FM957, tilnefnd söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og kosin söngkona ársins á hlustendaverðlaunum FM957 í febrúar. Í febrúar gerði hljómsveitin einnig plötusamning við Skífuna og er vinna við plötuna þegar farin af stað. Í mars fórum við að taka upp lögin sem koma út í sumar og er lagið “Ég sjálf” þegar komið út. Við fórum snarlega upp í Hvalfjörð og tókum upp myndband sem er komið í spilun ma. á PoppTíví. Nú í Maí voru svo undirritaðir samningar við Bylgjuna og verðum við á ferðinni í allt sumar með Golfmótaröð Bylgjunnar.

Þetta ár hefur farið ótrúlega vel af stað og við verðum í feitum gír á “túrnum” í allt sumar.

<br><br><font color=“red”>_______________________________________________

<a href="http://kasmir.hugi.is/mandy“>kíkið á síðuna mína </a>

_______________________________________________
</font>

<font color=”purblue">
Efað þið viljið Smallwille áhugamál sendið mér skilaboð :)

Búið endilega til ykkar topp 10 lista fyrir popptónlist og sendið mér:D
</font