Fyrrverandi söngkona S Club Jo O’meara hefur nú fengið samning við plötufyrirtæki, en hún ekki sú fyrsta úr bandinu sem nær samningi því Rachel Stevens er líka komin með samning. Allt gengur nú vel hjá Rachel, hún er búin að gefa út disk og er byrjuð með kærastanum aftur. Rachel er kölluð “hinn breska J.Lo” ekki veit ég hvort það er út af afturendanum eða út af röddinni og útlitinu. Sweet Dreams My La EX sem var fyrsta lagið sem hún gaf út er núna í níunda sæti íslenska listans á FM 957 og er mjög mikið spilað þar. Listinn er fluttur á Fimmtudagskvöldum á milli kl. 20.00 – 22.00 og bíð ég spennt eftir að fá að vita hvort að Rachel er á upp eða niðurleið.
Jo ætlar líkt og Rachel að reyna að verða vinsæl í Ameríku en aðeins eitt lag með S Club 7 komst á toppinn í Bandaríkjunum og var það lagið Never Had A Dream Come True.
Ég veit að Jo átti við baksjúkdóm að stríða og getur hann leit til þess að hún þurfi að fara í hjólastól. En við vonum það besta og vonumst eftir efni frá henni.