S club 8 er hljómsveit með átta krökkum, 13-16 ára. Þau heita
Hannah(13) Stacy (14), Jay (14), Frankie (14), Calvin (14), Rochelle (14), Daisy (14) og Aaron (16). Nýjasta lagið þeirra heitir Sundown og nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi. Þau voru sett saman
þar árið 2002 og þá hét hljómsveitin S club juniors, eftir hljómsveitinni vinsælu S club 7. Hérna kemur eitthvað með þeim:

Hannah
Er alltaf fyrst til að biðjast afsökunnar þegar hún er að rífast við einhvern…
Á kærasta sem hún er búin að vera með í 7 mánuði og heitir Matt…

Stacy
Finnst kínverskur matur góður…
Elskar krullurnar í hárinu á sér…

Jay
Læsti sig einu sinni óvart inná klósetti í flugvél…
Finnst gaman í útilegum…

Frankie
Er ákveðin og fær alltaf það sem hún vill…
Er mamman í bandinu og t.d. velur hún alltaf föt á Calvin til að vera í…

Calvin
Er vinsælasti strákurinn í bandinu og allar stelpurnar í Bretlandi elska hann…
Er hrifinn af Britney Spears, Mary-Kate og Ashley…

Rochelle
Og Frankie eru rosalega góðar vinkonur…
Uppáhaldsmyndin hennar er “Save the last dance”…

Daisy
Getur aldrei þagað yfir leyndarmálum…
Elskar að horfa á hryllingsmyndir…

Aaron
Á kærustu sem heitir Jess, og Calvin og Jay eru líka hrifnir af henni…
Mávur skeit einu sinni á hausinn á honum…

Sjálfri finnst mér þetta ekki góð hljómsveit, hehe…!!