Sko.. það er einhver könnun inná poppáhugamálinu hvað er besta íslenska hljómsveitin.. Mér finnst að sá sem gerði þessa könnun ætti að taka tillit til þess að það eru ekki allir sem hlusta á þessar einhæfu píkupoppshljómsveitir! Ég meina þeim sem finnst gaman að taka þátt í skoðanakönnunum og fíla ekki þessar hljómsveitir geta bara ekkert tekið þátt.. Allavegana að hafa Sóldögg eða Sálina inná.. En annars er tónlistasmekkur manna misjafn en samt.. Og hvernig nennir fólk að hlusta á þetta gaul aftur og aftur og aftur.. Allar þessar hljómsveitir eru að syngja um það sama.. Takk fyrir ef þið leyfið mér að röfla!! ;)