ÍRAFÁR

Írafár er fimm manna hljómsveit með einni söngkonu og fjórum strákum sem spila allir á hlóðfæri. Söngkonan heitir Birgitta Haukdal en þeir heita Hanni sem er á trommunum, Siggi á rafmagnsgítar, Vignir á gítar og Andri á bassa. Hanni og Birgitta eru saman og eiga heima í Kópavogi. Faðir hennar heitir Brynjar Víkingsson og móðir hennar Anna Haukdal Jónsdóttir. Hún á litlla systur en bróðir hennar dó þegar hún var lítil. Þegar Birgitta var 5 ára gömul tók hún ávísunarhefti móður sinnar, fór út í sjoppu og reyndi að skrifa ávísun, því að hún vildi vera góð og gefa stelpunum bland í poka. Afgreiðslukonunni fannst þetta eitthvað skrýtið og hringdi í móður Birgittu til að segja henni það. Birgitta var skömmuð og henni var sagt ef hún myndi gera þetta aftur þá yrði hún rassskellt.

Allar stelpur reyna að vera eins og Birgitta í útliti. Hún hefur séð stelpur sem eru með fléttur, klút og hárband. Sumar eru í svipuðum fötum og hún. Henni finnst þetta sætt, en finnst leiðinlegt ef stelpur eru að reyna að vera eins og einhver annar. Hún vill að stelpur eigi að vera þær sjálfar en ekki einhver annar. Lögin sem Birgitta syngur fjallar um lífið og tilveruna. Lag nr. 11 á disknum Eldur í mér gerði Birgitta til minningar um bróður sinn en hann dó þegar hún var ung. 2ja – 3ja ára krakkar eru byrjaðir að syngja lögin hennar Birgittu.