Sæl verið þið gott fólk!
Ég ásamt að minnsta kosti 1/4 af þjóðinni horfði á forkeppni Eurovision síðastliðið laugardagdskvöld.Og eiginlega varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum með þjóðina okkar.
Þarna voru 15 lög og mörg þeirra fannst mér nokkuð skemmtileg. En það er ekki það sem ég vil segja heldur það að þarna fengum við tækifari á að velja það lag sem að við viljum að komi fram fyrir okkar hönd og við völdum lag sem er mjög svipað því sem við höfum verið að senda út og ekkert gengið með.
Það að Botnleðja varð í öðru sæti er samt frekar gott þá er ekki öll von úti, en lagið hennar Birgittu var ásamt lögunum sem hann Hreimur söng þau lög sem ég hefði síst viljað að færi áfram.
Mér fannst lagið hennar Heiðu Tangó mjög skemmtilegt og sviðsframkoma hennar mjög skemmtileg (þeir sem segja að hún hermi eftir Björk vita ekki betur). Meira að segja fannst mér Rúnar Júl ágætur og hefði frekar viljað að hann færi eða jafnvel lagið sem varð í 3 sæti.En ekki annað svona venjulegt popplag sem gleymist eins og skot og skilur ekkert eftir sig.
En þetta er nátturlega bara mín skoðun hvað fynnst ykkur?