Eruð þið eitthvað búin að fylgjast með kynningunni á íslensku lögunum sem keppa til úrslita í Háskólabíói þann 15. febrúar?

Ég er algjör Eurovison fan og ég var að horfa á þetta áðan og síðustu daga. Ég bjóst við að lagið sem Birgitta myndi syngja yrði ömurlegt en mér til furðu þá var það nokkuð gott sem Eurovision lag. Og svo var hún heldur ekki með neinar sviðshreyfingar sem vöktu of mikla athygli..hún er með svo einhæfar og ömurlegar hreyfingar.

Lagið hjá Botnleðju var svoldið fríkað og ég efa að það verði valið en það var samt snilld og svoldill húmor í því!
En svo var þarna lag sem einhver gaur úr Í svörtum fötum samdi. Hann lét bróður sinn syngja það, ásamt söngkonu sem heitir Regína Ósk (minnir mig) og það var bara ágætt. Ég held að það yrði fínt Eurovision lag ef þau finni einhvern góðan enskan texta. Samt fannst mér sviðshreyfingarnar hjá þeim svoldið tilgerðarlegar og strákurinn ætti að passa sig að gretta sig ekki svona mikið í framan.

Svo var annað lag sem mér fannst ekkert sérlega spes, það var þarna lagið sem konan söng. hún söng reyndar mjög vel en lagið var ekkert spes sem Eurovision lag. Íslendingar virðast aldrei skilja það að það er stranglega bannað að hafa róleg lög í Eurovision. Ef það er lag sem allir geta hoppað upp á stólum og sungið með eitthvað magnþrungið viðlag eigum við kannski eftir að ná langt í Eurovision.

Lagið í gær með Heiðu í Unun, fannst mér alveg fáránlegt. Svo var þarna Ást á skítugum skóm sem að var svona frekar bítlalegt lag og Rúnar Júl söng það í einhverri hrikalegri múnderingu og sveittur á efri vörinni ;Þ Það var nú reyndar ágætis lag, eftir uppáhaldspíanóleikarann minn.

Finnst ykkur gaurinn í bakröddunum svoldið furðulegur!? Hann þarna sem söng Angel síðast þegar við kepptum?

Jæja, segið mér hvernig ykkur líst á svona..<br><br><i> Ég styð <font color=“#0000FF”> klassík </font> og <font color=“#800080”> Skjá einn </font>!! </i>

<a href="http://www.hugi.is/hp"> þetta </a> er snilld!