Já greinin mín er nú ekki um neitt ákveðið, en það er orðið soldið pirrandi að allir séu að koma sínum skoðunum á framfæri á grein sem fjallar um Avril Lavigne. Ég er mjög sammála að þetta er líka markaðsetning með Avril, þeir sem hafa fengið nægju sína af holdinu á Britney og Cristinu og Holly Valance geta fílað cool og sjálfstæða stelpu sem skeitar bara og tekur lífinu með ró. En ég, sem hugsjónamanneskja hef mikið látið fara í taugarnar á mér orðið “píku popp”. Ef að píka á að vera gott orð afhverju að láta það merkja svo jah neikvæðan hlut eins og popp(almennt á Íslandi er popp neikvætt orð, staðreynd, ér ekkert að segja að það sé neikvætt að öllu leyti) en ég legg til að við köllum það frekar Skaufapopp svo að eitt að 500 typpaheitum geti fengið neikvæða merkingu…Kvenremba ég veit, Stefnir kanski ekki í átt að jafnræði kynja og þó ef við látum halla verulega á skaufana jafnast kynjahlutföllin fljótar, ef við þurfum að líða fyrir að vera með píku og að píka sé tengd við popp í neikvæðri merkingu afhverju ætti kallarnir ekki að líða aðeins fyrir að vera með skaufa, skaufapopp… Hvað ætli nýyrðanefnd segja við Skaufapoppi…ég bara spyr…og þið megið alveg tjá ykkur í rímum..hehe.lol.