Tónlistarmaður mánaðarins - Apríl 2011 | Friðrik Dór Seinnihluta ársins 2009 kom fram nýr tónlistarmaður sem kallar sig Friðrik Dór með lagið “Hlið við hlið” og síðan þá hafa vinsældir hans vaxið og vaxið sem fyrsti íslenski r&b popp tónlistarmaðurinn.

Nafn: Friðrik Dór Jónsson
Fæðingardagur: 7. október 1988 (Hann verður 23ja ára í ár)
Upprunastaður: Hafnarfjörður
Systkyni: Hanna, María og Jón
Æska: Í æsku var lítið fyrir honum haft en hann var voðalegur hrakfallabálkur.
Skólaganga: Friðriki gekk ákaflega vel í grunnskóla og að honum loknum fór hann yfir í Verslunarskóla Íslands. Að loknu námi fór hann í Iðnskólann og ætlaði að læra arkitekt en eftir eitt ár þar skipti hann um allt annan gír og fór í háskólann að læra stjórnmálafræði.
Tónlistarferill: Þegar hann var sex ára byrjaði Friðrik að læra á blokkflautu af sterku á frumkvæði foreldra sinna. Þegar hann var átta ára byrjaði hann að læra á píanó og eftir 3½ vetur kom hann heim og þá hafði hann skráð sig í trommutíma og þar við sat.

Þegar Friðrik var í 8. bekk í Setbergsskóla í Hafnafirði stofnaði hann band ásamt nokkrum félögum sínum og var það kallað Fedrix. Fedrix tók þátt í Músiktilraunum árið 2003 en þeir komust ekki í úrslit, lifði bandið ekki mikið lengur og meðlimir fóru að snúa sér að öðru.

Seinna lærði hann sjálfur gripin á gítar og fór þá að semja lögin og textana sína sjálfur. Textarnir sem Friðrik semur á íslensku fjalla aðalega um stelpur, sambönd og djamm.

Þar til viðbótar var hann í 12:00 þegar hann var í Verslunarskólanum og tók þar einnig þátt í söngleiknum Welcome to the jungle.
Áhugamál: Fyrir utan tónlistina hefur hann brennandi áhuga á fótbolta og er að þjálfa 7. flokk hjá FH. Svo heldur hann með Liverpool í ensku deildinni.
Þekkt lög:
- Hlið við hlið
- Á sama stað
- Fyrir hana
- Geðveikt fínn gaur
- Hún er alveg með'etta
- Til í allt
- Sjomleh
Hvernig lýsir hann sér?
Mamma: Hann er ekki hræddur við að segja skoðanig sína. Hann lætur ekki vaða yfir sig en er almennt glaður.
Lísa (kærasta): Þrifinn og duglegur að taka þátt í heimilisverkin að eldamennsku undanskilinni. Þægilegt að búa með honum á allan hátt.
Vinir: Hann er mikill grínisti sem hefur hefur húmor fyrir sjálfum sér. Helsti gallinn hans er hvað hann er ofsalega tapsár.
Framtíðin: Að sögn flestra í kringum hann þá á hann eftir að halda áfram í tónlistarbransanum en einnig er minnst á að hann gæti vel orðið grínisti en hann myndi alltaf hafa tónlistina sem áhugamál.
Sviðstjóri á hugi.is