Sælinú! Ég heiti Helgi Jónsson.
Um daginn vann ég undankeppni Menntaskólans að Laugarvatni fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna með lagið Take on me með A-Ha.
En því miður er einhver enskufóbía hjá þeim sem eru að sjá um keppnina sem þýðir að öll lög verða að vera á íslensku. Ég vil ekki skipta um lag sem þýðir að ég verð að þýða textann yfir á íslensku. En hvernig í ósköpunum?!
Ég er alveg stopp, það væri náttúrulega hægt að syngja: “taaaaaaaakt'áááá mééér”, en það væri bara kjánalegt, held ég.
Ef einhver Hugari er með góða hugmynd af texta, eða texta í heilu lagi, þá væri frábært ef þið gætuð látið mig vita. Ég heyrði að þetta lag hefði einhverntímann verið tekið áður á keppninni, en ég finn hvorki texta né myndband.
Kallinnkallinnkallinnkaaaallinnkallinnkallinnkallinn