Þann 5. september mun sveitin 2 UNLIMITED,
með söngkonunni Anitu Doth í fararbroddi
mæta á Broadway og halda með okkur
stærsta 90‘s partý sem haldið hefur verið á
Íslandi í áraraðir.

2UNLIMITED
2 Unlimited var stofnað árið 1991 og var
verkefni tveggja belgískra lagahöfunda,
rapparans Ray Slijngaard og söngkonunnar
Anitu Doth.
Á fimm ára tímabili á 10. áratugnum átti
hljómsveitin hvorki meira né minna en 16
slagara sem rötuðu á vinsældarlista í evrópu,
þar á meðal lögin „Get ready for
this“, „twilight Zone“, „Tribal Dance“ og að
sjálfsögðu þeirra allrafrægasta lag „NO
LIMIT“. Á þessum tíma seldu þau meira en
20 milljónir platna og 50 milljónir
safnplatna.

90‘s tímabilið tók virkilega á hljómsveitina og
fyrir 13 árum síðan hætti Ray
Slijngaard í hljómsveitinni, síðan þá hefur
Anita Doth verið kyndilberi
hljómsveitarinnar og þykir showið hennar
eitthvað það allra flottasta sem um getur.
Ásamt Anitu koma fram þrautreyndir erlendir
dansarar og verður ekkert til sparað í
að gera þetta eitthvað allra stærsta party ársins.
Til að halda uppi 90‘s fýlingnum
bæði fyrir og eftir 2 Unlimited sýninguna hafa 2 af
vinsælustu plötusnúðum Íslands
þeir Frigore og Sindri BM af Flass 104,5 komið sér
í 90‘s tónlistar gírinn og skoðað
þetta tímabil út og inn. S
indri BM mun spila á undan Anitu og hefur hann
fengið nokkra óvænta gesti til að
koma fram með sér svo sem Haffa Haff sem
ætlar meðal annars að frumflytja nýtt lag
og covera eitt mjög þekkt 90‘s lag.

Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skipti
sem tónleikahaldararnir snúa sér að
90‘s tímanum því sömu aðilar eru á bakvið þessa
tónleika og voru á bakvið komu
Haddaway hingað til lands í fyrra.