Justin Timberlake Í lok janúarmánaðar árið 1981, sama ár og Palau fékk sjálfræði og François Mitterrand tók við forsetaembætti Frakklands, skreið í heiminn drengur í borginni Memphis í Tennesseefylki Bandaríkjanna. Drengnum var gefið nafnið Justin Randall og tók hann ættarnafn föður síns Timberlake. Þegar Justin var aðeins fjögurra ára gamall skildu foreldrar hans. Foreldrar hans eignuðust báðir nokkur börn í seinni hjónaböndum, en árið 1997 gerðist sá harmleikur að hálfsystir Justins lést stuttu eftir fæðingu.

Justin byrjaði ungur að syngja og tók m.a. þátt í þættinum Star Search sem freisti þess að finna upprennandi hæfileika í Bandaríkjunum. Tólf ára gamall byrjaði hann að leika í barnaþættinum The Mickey Mouse Club og meðal samleikara hans voru Britney Spears, Christina Aguilera og JC Chasez, en hann átti síðar eftir að verða hljómsveitarfélagi hans. Þátturinn var tekinn af dagskrá árið 1994, en ári síðar voru drögin lögð að hljómsveitinni N'Sync, sem átti eftir að slá í gegn.

Fyrsta platan hljómsveitarinnar, *NSYNC, sló í gegn og seldist í 11.000.000 eintökum í Bandaríkjunum árið 1998. Eftir útgáfu hennar tóku við málaferli við spilltan umboðsmann hljómsveitarinnar, Lou Pearlman, og vörðu þau í tvö ár. Á endanum var bandið skráð á Jive Records útgáfuna og árið 2000 gaf hljómsveitin eftir miklar eftirvæntingar út aðra breiðskífu sína, No Strings Attached. Á einni viku seldist platan í 2.400.000 eintökum og hefur engin plata selst hraðar á þeim tíma. Þriðja platan, Celebrity, kom út ári síðar og ákváðu þá hljómsveitarmeðlimir að setja hljómsveitina í hvíld.

Þó sagði Justin ekki alveg skilið við tónlistina og hóf af fullum krafti sólóferil. Hann gaf út plötuna Justified árið 2002 og markaði það nýtt tímabil í ferli hans. Hann túraði um heiminn með Christinu Aguilera og beraði brjóstið á Janet Jackson í beinni útsendingu. Hann lék í nokkrum bíómyndum og var greindur með illindi í hálsi. Hann gekkst undir aðgerð og var ráðlagt að hafa hægt um sig í nokkra mánuði eftir hana. Ári síðar, í september 2006, kom út önnur sólóplata hans, FutureSex/LoveSounds. Hún sló í gegn líkt og fyrri platan og seldist ógrynni eintaka strax fyrstu vikuna.

Áhugamál Justins eru m.a. gólf og stelpur. Hann hefur ósjaldan sést með kynþokkafullum leikkonum og var m.a. valinn kynþokkafyllsti maður í heimi í blöðunum Teen People og Cosmopolitan. Hann hefur átt þrjá veitingastaði og nokkrar fatalínur. Einnig má þess geta að hann hefur dálæti á káli.
Iðnaðarmaður.