1. The Cranberries - Linger
Hér er ekki beint lag sem allir sem stunda þetta áhugamál ættu að þekkja en mjög líklega að mínu mati eitt heilsteyptasta popplag síðan Boy George lét fjarlægja úr sér eistun… nýlega væri það einnig eftirminnilegt að þetta lag var notað í furðulega vel heppnaðri kvikmynd hans Adam Sandler, Click.

2. Simple Minds - (Don't You) Forget About Me
Tvímælalaust tímalaust… hefur verið notað óspart í gamanþáttum af öllum gerðum síðustu ár en er aðalega þekkt sem lagið úr kvikmyndinni, The Breakfast Club frá '86.

3. The Alan Parsons Project - Eye in the Sky
Erfitt er fyrir mig að gera þennan lista yfir höfuð bara svona fyrst mér datt það í hug, er líklega að gleyma mörgum af mínum uppáhalds… hér er eitt sem ég man þó…

4. Lush - Ciao!
Yndislegt samspil á milli söngkonu Lush og gestasöngvaranum Jarvis Cocker úr stórsveitinni Pulp, þar sem þau túlka par sem hatar hvort annað eftir sambandsslit.

5. The Bee Gees - Holiday
Mjög vanmetið tímabil The Bee Gees er það sem þeir grúskuðu í fyrir allt diskóið, þar sem post-hippa nostalgían var í hámarki (circa byrjun '72 að mig minnir), æðislega einfalt og sætt lag.

6. Gnarls Barkley - Crazy
Í minni hörðustu skilgreiningu þá myndi þetta ekki teljast popplag, en vegna vinsælda sumra laga í gegnum tíðina þá breytist skilgreining af popptónlist einmitt með eins frábærlega hnitmiðuðum og metnaðarfullum lögum og þessi ofurhittari sem mjög líklega enginn fékk ekki ógeð af á síðasta ári… afsakaðið :)… en þetta mun eldast vel, lofa ykkur því.

7. Toto - Rosanne
Það sem mönnum dettur í hug og hve langt þeir ganga til að prumpa út popplagi. Í þessu tilviki tókst það hinsvegar á alla vegu upp því allir þessir kjánalegu kaflar samsvara hvor öðrum… og svo eru þessir gömlu kallar að spila hér á landi í sumar, …ég… þar!

8. Eddy Grant - I Don't Wanna Dance
Ef einhver tónlistarmaður, þeirra sögu væri sjarmatröll, og aðeins einn, þá væri það tvímælalaust Eddy, enginn annar kæmist upp með þessa rödd og bjöguðu ensku nema að vera eins vinalegur og flottur gaur og hann er… en hey lagið er fínt líka… nei helvítis snilld, “garantíd”

9. Kate Bush - Running Up That Hill
Ekki beint uppáhaldslagið mitt með Kate Bush en ekki fjarri nálægt því, og set ég það hér fram yfir önnur því þetta er vel slípaður demantur of a popplag…

10. David Bowie - Modern Love
Eins og Kate, ekki besta lagið hans, en þetta er samt líklega það besta frá því tímabili sem almennt er talið popptímabilið hans, erfitt væri að réttlæta fyrir mörgum að fyrir 1980 væri rokk eða tilraunakennt upphaf ambient tónlistar… frábært lag… nei… fullnæging.

11. LCD Soundsystem - North American Scum
Til að ég verði ekki kallaður hippa- gullaldar- ‘80’s- eða 90's plebbi verð ég nú að setja eitt skothelt frá þessu ári hér. Þetta er af mjög líklega að mínu mati bestu plötu ársins hingað til, og þrátt fyrir að meiri hluti hennar myndi ekki teljast sem popptónlist þá er þetta (að sjálfsögðu deilanlega) bara mjög mjög mjög frumlegur og aðdáunarverður poppari, að mínu mati.

12. Phil Collins - Don't Lose My Number
Ef þú ert ekki dansandi eftir fyrsta kórus þá er eitthvað að þér… eitt mesta partýpopplag allra tíma af (eins og það skipti samt máli) grammy verðlauna plötu.

Takk fyrir moi