Ferill og ævisaga Deltu Goodrem Delta Goodrem

Fullt nafn: Delta Lea Goodrem
Afmælisdagur: 9.nóvember
Fæðingarár: 1984
Starf: Söngvari að aðalatvinnu, leikkona, píanóisti, hönnuður.
Stjörnumerki: Sporðdreki


Delta var fædd í Sydney, Ástralíu þann 9.nóvember 1984. Hún vissi strax þegar hún var ung að henni væti ætlað að henni væri ætlað að koma fram fyrir fólk. Aðeins 7 ára sagði hún foreldrum sínum, Denis and Lea, að henni langaði að leika. Þau eyddu engum tíma og skráðu hana í leiklistarskóla og ferill hennar fór á stað þá. Þegar foreldrar hennar sáu að henni var alvara með vali sínu á starfi, buðust þau til að fara með hana í áheyrnarprufur og Delta var glöð að fara.

Auðvitað komst hún ekki strax í stór hlutverk, ekki enn allavega, en það var samt nóg af vinnu fyrir Deltu. Hún byrjaði að leika í sjónvarpsauglýsingum fyrir bæði ástralskan og amerískan markað, mest áberandi í auglýsingu fyrir Galoob toys og var hæun andlit Nesquick í 4 ár. Á sama tíma lék hún gestahlutverk í vinsælum áströlskum þáttum eins og A Country Practice, Police Rescue og Hey dad.

En þó henni líkaði að leika, var það tónlist sem hún elskaði mest. Hún byrjaði að læra á píanó þegar hún var 8 ára og vildi gera tónlist að lífsstarfi sínu. Hún safnaði öllum peningum sem hún fékk frá leiklistinni til að gera kynningarplötu þegar hún var aðeins 12 ára. Á henni hafði hún 5 lög sem hún hafði samið sjálf ásamt ástralska þjóðsöngnum, þar sem það hafði verið draumur hennar að syngja það á AFL-(Australian Football League) leiknum.

Uppáhalds fótboltalið Deltu var Sydney Swans, svo hún ákvað að senda þeim afrit af kynningarplötu sinni. Umboðsmaður liðsins hreifst svo af henni að hann ákvað að senda plötuna áfram til mesta stuðningsmann liðsins, sem var enginn annar en þjóðsagna ástralski umboðsmaðurinn Glenn Wheatley sem kom m.a. John Fernham og Little River Band á kortið.

Hún var 13 ára þegar Wheatley byrjaði að hjálpa henni að skerpa/finna tónlistarstílinn hennar og að byggja upp feril hennar. Árið 2000, þegar hún var aðeins 15 ára, heyrði Sony Music hæfileika hennar og bauð henni plötusamning. Stuttu seinna gef Delta út sína fyrstu smáskífu ‘'I don’t Care'', en það náði aldrei hærra en 64.sæti á ARIA (Australian Record Industry Association) vinsældarlistanum.

Vegna þess að þetta lag náði ekki langt, staðnaði ferill hennar. Þar af leiðandi sneri hún aftur í sjónvarpið árið 2002. Hún fékk hlutverk Ninu Tucker, hina ótrúlega feimnu skólastúlku sem elskar að syngja en skortir hugrekkið til þess að gera það, í áströlsku sápuóperunni Neighbours. Delta þurfti að flytjast til Melbourne til að sameinast leikurunum og þessi flutningur hvatti hana til að fara að semja aftur. Hún hitti lagahöfundinn Audius og á einum degi sömdu þau 4 lög saman.

Síðasta lagið sem þau sömdu var ‘'Born to Try’' og hún hljóðritaði það. Þetta var á sama tíma og persónan hennar í þættinum var að hljóðrita kynningarplötu og hún fékk framleiðendurna til að hlusta á ‘'’Born to Try'', þetta lag var nákvæmlega sem þeir þurftu. 11.október árið 2002, kom lagið fram í þættinum og smáskífan vargefin út mánuði síðar

''Born to Try'' hélst á vinsældarlistanum í 3 mánuði, fékk 3 platínur og gerði Deltu, í góðri trú, að ofurstjörnu í heimalandi hennar. Eftir þennan árangur fyldi svo ‘'Lost Without You’', ‘'Innocent Eyes’' og ‘'Not Me, Not I’' sem eru nú á toppi ástralska vinsældarlistanum. Fyrsta platan hennar, Innocent Eyes, hefur fengið platínur sex sinnum og er smellur nr.1 í Ástralíu.

Í júlí 2003, tók líf hennar hræðilega beygju. Aðeins 18 ára, var hún greind með Hodgkin's sjúkdóminn. Sem betur fer er það viðráðanlegt form krabbameins og Delta er ákveðin að berjast gegn því. Hún hefur sett ferill sinn í biðstöðu meðan hún fer í lyfja- og geislameðfarð.

Persóna hennar í Neighbours hefur verið skrifaður úr þáttunum þangað til henni batnar, og allir flutningar hennar og tónleikar hafa verið frestaðir. Hún þurfti jafnvel að afþakka draum hennar um að syngja þjóðsönginn á Sydny Swans leik. En um leið og henni batnar mun hún leggja heiminn að fótum sér.

Delta hélt áfram í meðferð og þó að hún var ekki í sviðsljósinu hafa vinsældir Deltu aldrei væri meiri en þarna, þessi barátta Deltu fangaði aðdáendur og studdu hana í genum veikindin og sendu henni falleg bréf og kveðjur.
Seinna árið 2003 var hún svo tilnefnd til 10 ARIA verðlauna og vann þau öll!
Árið 2004 fór henni að batna og lauk meðferðinni. Hún fór þá að hella sér útí vinnuna aftur. Vann að annari plötu sinni, lék aðalhlutverk í sinni fyrstu mynd sem heitir Hating Alison Ashley og sneri aftur í Neighbours. Þó var það ekki mjög lengi þar sem persóna hennar fluttist til LA vegna söngferils síns. Aðdáendur biðu með óþreyju eftir annari plötu hennar, þar sem hún vann heimsfrægum framleiðendum t.d Guy Chambers (Robbie Williams).

Í byrjun nóvember árið 2004 kom hún svo loks út. Önnur plata Deltu, Mistaken Identity, og fór strax efst á vinsældarlistann.Var hún álitin meira reynsluríkari enda er Delta orðin eldri og vitrari og reynsluríkari en áður. Eitt lagið á plötunni var dúett þar sem Delta og Brian McFadden (fyrr í Westlife) sungu saman lagið ‘'Almost Here’'.

Í janúar 2005 gaf hún út smáskífu með laginu ‘'Mistaken Identity’'. Myndbandið við það lag var talið vera frábært og mjög minnistætt vegna þess að það var líkt við söguævintýri og var það m.a. Delta sem fann upp á þeirri hugmynd. Delta sýndi á sér ástríðufulla nýja hlið og í myndbandinu sýnir hún einnig í fyrsta sinn danshæfileika sína. Nokkru seinna voru Delta og Brian farin að slá sér upp og orðin kærustupar.
''Almost here'' var gefið út á smáskífu og varð rosa vinsælt, nr.1 á vinsældarlistanum og var 8.smellur Deltu sem var á toppi vinsældarlistans.

Eftir þetta fór Delta að vinna að komast inná markað Bandaríkjanna og að skippuleggja tónleikaferð sína um Ástralíu. M.a. endurvann hún lagið ‘'Lost Without You’' og gerði það meira taktfastara og djarfara til að koma því á framfæri í Bandaríkjunum.

Í júlí byrjaði tónleikaförin hennar um Ástralíu sem kallaðist ‘The Visualise Tour’ og var þetta talið mjög vel heppnað og mesti árangur sem hefur sést á síðustu árum. 75.000-80.000 miðar voru seldir yfir allt. Delta tók mörg lög af plötum sínum ásamt öðrum eins og ‘'I don’t Care'', ‘'I Feel The Earth Move’', ‘'Are You Gonna Be My Girl’' og ‘'Flying Without Wings’' sem hún söng ásamt Brian.
Delta gaf út DVD disk sem innihélt alla tónleika hennar á Visualise ásamt aukaefni og fór hann strax á metlista og fékk strax platínu. Í ágúst kom hún svo fram á World Music Awards og söng ‘'Lost Without You US edit’' og vann titilinn ‘Highest Selling Australian Artist’

Í framtíðinni hyggst Delta reyna að komast á bandaríska markaðinn og ætlar hún að gefa út blandaða plötu og hafa lög af báðum áströlskun plötunum ásamt nýju lagi til að kynna sig þar! Delta er svo að vinna að þriðju áströlsku plötu sinni og vonar hún að platan komi út árið 2007.

Í mars 2006 var Delta í sviðsljósinu þegar hún söng glæsilega á opnunaratriði The Commonwealth Games í Melbourne. Þetta lag var sérstaklega samið af Deltu, Brian og Guy Chambers fyrir þetta atriði. Lagið heitir ‘'Together We Are One’' og fjallar um hollustu allra íþróttamanna og allra sem unnu að leikjunum. Þetta var hrífandi atriði með mönnum á rúlluskautum sem bera flugeldahylki á bakinu, skjótandi neistum útí loftið á meðan þeir skautuðu í kringum Deltu með hún söng. Þetta lag varð svo vinsælt meðal áhorfenda og annarra að Sony ákvað að gefa út smáskífu og varð hún mjög vinsæl!

Heimildir frá: http://fansites.hollywood.com/~deltagoodrem/borntotry.php?bio
http://www.biggeststars.com/d/delta-goodrem-home.html

*Delta hefur gefið út 11 smáskífur og 2 plötur ásamt einni sem kemur líklega í vetur 2006 til Bandaríkjanna.
* www.deltagoodrem.com
* http://www.youtube.com/watch?v=vC7uxS-5cps&search=Delta%20Goodrem (brot úr næstum öllum myndböndum hennar)
“Life is a journey I don't have a map for.”