Í dag fagna ég því að ég er kominn í ný hýbýli þar sem m.a. ég hef komið mér upp ágætis aðstöðu til þess að halda þessari síðu við enda styttist í annað starfsár síðunar. Var ég búin að gefa sterklega til kynna að breytinga væri að vænta í kringum síðunna, þá fólgið aðallega í breytingum á útliti og staðsetningu! Þetta verður vegna tímaskorts og manneklu að frestast enn á ný, en eftir góða íhugun hef ég ákvðið að halda áfram að pæla og stútera tónlist eins og hún birtist mér! Hugsun mín hefur kannski helst verið föst í allaround endurbætingu á öllu sem viðkemur síðunni og þá kannski helst gremja útí bloggsamfélagið að kynna okkur bloggurunum ekki fyrir nýjum fídusum, look-i og öðru sem tengist almennu viðhaldi á síðunum, enda “staðlaða lookið” kannski orðið þreytt concept til lengdar! En þangað til nýjir straumar taka við skal orðið vega þyngst og mun ég halda merkjum MorganMúzikGroups á lofti og halda ótrauður áfram rannsókn minni á tónlist og öllu sem henni viðkemur.

Orðið langt um liðið síðan ég hef birt topp-lista og var ég að hugsa að taka fyrir topp 10 (fljóthugsað) Razor sharp breiðskífur þá og nú! Razor-sharp eða flugbeitt sem í sjálfu sér getur þýtt svo margt svo ég ætla leyfa ykkur lesendur að leggja nákvæmlega þann skilning í setninguna sem ykkur þóknast. Ég myndi orða það eitthvað á þessa leið. Plata sem inniheldur sterkan boðskap sem viðkemur pólítík, viðkemur samfélaginu eða bara skírskotun í hvað sem er! Plata sem stendur fyllilega undir nafni. Sjálfstæð verk sem fylgja engum lögmálum. Til lengri tíma litið breiðskífur sem hafa mótað og stílfært nútímatónlist eins og við þekkjum hana í dag. Má tengja við pönk, Nýbylgju og þvíumlíka Rokktónlist! og 10.,9.,8.,7…

10

Þetta er gimsteinn frá árinu 1977 frá hljómsveitinni Television. Gítarrokkplata í Pönk/nýbylgju fótsporunum en samt ólík öllum öðrum enda algjörlega laus við allt óþarfa sýndarkjaftæði, Rokkklisjuna þetta sem kæfir mann á endanum!! Frá fyrsta lagi til hins síðasta, hér er einfaldlega ekki sleginn feilnóta og textasmíði Tom Verlaines er í háklassa! Ein af þessum gullmolum sem vex við hverja áheyrn. Skylduhlustun!

9

Hér er annar moli frá pönktímabilinu. Þetta er snilld. Svona pönk er
bráðsmitandi enda hresst með eindæmum. Sex Pistols áhrif gæta hér en það er bara allt í lagi. Bara vera ungur, reiður og vera í hljómsveit. Það var það sem skipti máli. Þetta er frumburður sem er ekkert að reyna hljóma eins og aðrar samtímahljómsveitir. Bara gott Punk Rock sem hljómar enn ferskt.
Cult band sem er áhugaverð kynning.

8
no cover
Meat Puppets með plötu nr. II frá árinu 1983. Hér mætast Post-Punk og svo nýja stefnan gruggið og má segja að þetta eru svona fyrstu alvöru framúrstefnupönkararnir þ.a.s bættu nýjum víddum í tónlist sína sem þótti hálfgert guðlast í pönkgeiranum. Margir þekkja þessa hljómsveit af lögunum Plateau, Oh Me & Lake Of Fire sem Nirvana gerði ódauðleg á MTV Unplugged tónleikum sínum 1993. Þessi lög ásamt fleirum mynda feiki sterka plötu sem þykir klassískt meistaraverk.

7

Here Are The Sonics með hljómsveitinni The Sonics er merkileg plata frá árinu 1965. Hún er svo svöl, hrá og krafturinn er magnaður! Kick Ass plata í öll partý í landi eða á miðum. Nafn sem vill troðast undir í allri 60's flórunni. Lagið Psycho er tvímælalaust eitthvað eitursvalasta lag rokksögunnar.

6

Joy Division er sú hljómsveit sem ég hef heillast hvað mest af á undanförnum árum. Þeirra legacy verður seint ofmetið og þegar maður fer að sjá afköstinn hjá þessum gæjum fer maður fyrst að taka eftir snilldinni. Fyrsta platan Unknown Pleasures, kom út 1979 er standart meistaraverk. Þetta er plata sem er fáránlega góð af fyrstu plötu að vera! Leikrænn, Tregafull, Intense..gítarleikurinn er bilun. Ian Curtis er snillingur og Joy Division munu lifa endalaust. Plötucoverið sérstaklega smekklegt!

5

Er enginn listi án Stranglers, þetta er frábært band og á þessari breiðskífu
frá því herrans ári 1981 heyrðist lagið Golden Brown í fyrsta sinn. Átti eftir að verða ódauðlegt. Eitthvað við tónlistina. Hún eltir mann uppi. Prýðis skífa en bendi einnig á Rattus Norvegicus frá árinu 1977 og No More Heroes sama ár.

4

Urrr!! White Light, White Heat með Velvet Underground. Tímalaust meistarastykki. Hefur ekki misst þumlung af áhrifamætti sínum þessi plata sem er að mörgum talin með áhrifameiri plötum sögunnar. Hráasta en í senn tærasta afurð Velvet manna. Kom út í nóvember 1967 og þótti myrk. Dópneysla, ofbeldi, kynsvall, geðveiki. Allt í eðlilegheitunum á Velvet Underground eins og fyrri daginn en fyrst og fremst klassísk rokkperla.

3

Er eitthvað við þetta að bæta?

2

Verð eiginlega að setja annan gullmola frá Velvet Underground á listann. Að sjálfsögðu frumburðinn Velvet Underground & Nico. Ekki það að heimurinn hafi verið eitthvað sérstaklega tilbúin í tónlist Velvets en að á sama árinu 1967 koma jafn mikilvægir hornsteinar rokktónlistar út er næstum einsdæmi. Heroin og Venus In Furs ásamt Black Angel Death Song og I'm Waiting For The Man eru stórkostleg lög en restin er engu síðri. Lengi verið í uppáhaldi!

1

Plata að mínu skapi. Frábært Pönk-Rokk albúm sem er ein besta breiðskífa allra tíma. Frá London Calling til The Guns Of Brixton. Bulletproof plata með sérstakan gæðastimpil. Harðskeitt og óvæginn! Svona eiga almennilegar plötur að hljóma. Topp band!

Það er gaman af þessu en ég vil minna á að þessi listi er ekki algildur. Vantar líklega fullt af reiðum og trufluðum tónlistarmönnum inná listann en endilega bætið við listann ásamt smá tölu. Sona til að fá meiri breidd! Þakka fyrir mig!

Staff. Bee Johnson