Snilld Pottþétt diskanna. Uhm….hæ?

Já, þetta er fyrsta greinin mín svo ekki vera vond…Fyrsta! Það er að segja ef ég klikkaði á réttann hnapp.
Veit ekki hvort ég sé ein um þetta en ég var um daginn að uppgötva snilldina við Pottþétt diskana.
Ég hlusta nú ekki mikið á popptónlist sérstaklega, er meira í rokkinu en hef minn innri hnakka að fela og finnst Britney t.d. algjör snillingur… veit ekki, kannski tengist það nostalgíu.

Eeeen allaveganna þá var ég fyrir tilviljun að fara í gegn um gamla diska (var að taka til eða eitthvað) og skellti gömlum rykfelldum disk í tækið óvitandi hvað beið mín.
Svo var ég bara að þurrka af í sakleysi mínu þegar ég heyri GoldenEye soundtrackið! Hvað er þetta eiginlega? hugsaði ég og potaði aðeins í spilarann… þar sem að ég er bara 15 ára fannst mér rosalega skrítið að eiga geisladisk með Tinu Turner lagi og jú, það kom í ljós að diskurinn var Pottþétt 3, semsagt einn af þessum gömlu.
Ótrúlegt en satt var ég að fíla hann í botn og endurlifa algjörlega Mónó árin mín. Æst í meira gramsaði ég í gegn um gamalt safn af diskum og fann 2 til viðbótar, Pottþétt 13 og Pottþétt Diskó. Nú, þeir voru ágætir en ekkert á við Pottþétt 3, sem að var aaalgjör snilld. Ég er algjörlega að endurupplifa popptónlist og sjá í nýju ljósi.
Ég fíla samt ekki þessa nýju popptónlist sem að mér finnst vera að yfirtaka FM-ið (sem ég hef reyndar aldrei fílað sérstaklega) en ég mæli með fyrir alla sem eru 14 ára og eldri að sækja í eldgamla popptónlist, því hún er ekkert nema gæði.
Og afþví að ég nenni ekki að skrifa meira ætla ég að spyrja að einu í lok þessarrar stuttu og kjánalegu greinar minnar (frumraunin getur ekki verið góð… er það?) Veit einhver hvar ég get fundið elstu Pottþétt diskana? Þá meina ég þessa eldgömlu, væri geðveikt að finna alla þessa yndislegu Næntís tónlist fyrir sumarið.

Og vil líka benda á næntís snilldina sem heitir Spice Girls… priceless!

Kv.Andrea pinkytoe
“Some people juggle geese. My hand to God. Baby geese. Goslings. They were juggled”.