Ég var að “vafra um þetta áhugamál um daginn og blöskraði allar greinarnar og kannanirnar sem hér eru til sýnis. Allar þessar greinar eru um þá tegund popps sem ég kýs að kalla aumingjapopp og aðrir kalla píkupopp. Ástæða þess að ég kalla þetta aumingjapopp er að allir þeir ”tónlistarmenn" í þessari stétt semja hvorki né útsetja lög sín sjálfir.

Í þessari grein langar mig að fjalla stuttlega um tvær bestu poppplötur sem komu út hér á Íslandi þetta árið.

Slowblow-Slowblow
Meistaraverk snillinganna í Slowblow skilur engan eftir sig ósnortinn. Eðalpopp með þunglyndislegu ívafi. Á þessari plötu fá Orri og Dagur Kári fjöldann allan af stórkostlega svölu liði sér til aðstoðar t.d. mugisn, sigur rós, president bongo, múm og fleiri. Bestu lög þessara plötu eru Very slow bossanova, secind hand smoke ogdark horse.

Ske-Feelings are great
Önnur breiðskífa kappanna í ske heppnast mun betur en fyrri platan að mínu mati þo að fyrri platan hafi segið í gegn og aðalega lagið juliette sem landsmenn flestir kannast við úr landsbanka auglýsingunum góðu.
Það eina sem mér finnst galli við þessa plötu er söngur Jodda sem er frekar flatur á köflum, rís hvorki né dofnar. En það bætist alt upp í lögunum sem Ragga Gröndal syngur því þau lög eru tær snilld og maður kemst alltaf í gott skap við að heyra þau.

Þessa grein skrifaði ég alls ekki til þess að móðga píkupoppara heldur til að vekja athygli á annars konar popptónlist.

Takk fyri