OK, nú ætla ég að taka mig til og skrifa um nýjustu viðbótina í geisladiskasafnið mitt. Að ég skuli ekki hafa kveikt almennilega á þessum diski fyrr!

Ég þekkti vel nokkur lög af honum og var alveg að fíla þau helvíti vel, en eftir að hafa hlustað lauslega á restina af plötunni þá leist mér ekkert of vel á hana. Sérstaklega fannst mér mörg lög þarna vera voða slappar lagasmíðar með aðaláherslu á þreytandi digital trommutakt (nánast sá sami í þeim öllum).

En um daginn tók ég mig til og downloadaði öllum disknum og hlustaði á hann alveg í gegn - með heyrnartólum! Það voru þau sem gerðu gæfumuninn, því nú heyrði ég í fyrsta sinn “í gegnum” tölvutaktinn, sem er í mörgum lögum frekar yfirgnæfandi, og heyrði alla þá frábæru hluti sem er í gangi þarna í mixinu.

Auðvitað keypti ég síðan diskinn, því eins og allir vita þá er rangt að stela tónlist, og mér finnst það líka bara svindl og níska….auðvitað á maður að kaupa tónlist sem maður fílar! :)

Í stuttu máli sagt þá er þessi diskur algjör snilld. Ég veit að það eru margir sem að hafa ekki kunnað að meta hann af svipuðum ástæðum og ég er búinn að lýsa (og auðvitað margir sem hafa aldrei tékkað á honum), en ef þú ert tilbúinn að gefa honum séns þá skora ég á þig að gera eins og ég og hlusta á hann frá upphafi til enda, MEÐ HEYRNARTÓLUM….and prepare to be amazed!

Ég er að tala um diskinn DANGEROUS með Konungi Poppsins, MICHAEL JACKSON (einu sinni kóngur, alltaf kóngur!). (Sniðugt hjá mér að minnast ekkert á það fyrr en núna, ha?)

DANGEROUS kom út haustið 1991 og fór að sjálfsögðu í fyrsta sæti vinsældalista um allan heim. Diskurinn inniheldur 14 lög, þar af “pródúseraði” Michael sjálfur sjö lög. Hinn helminginn (þann “rafræna”) gerði hann í samstarfi við hinn (þá) fræga upptökustjóra Teddy Riley.

Það má segja að með þessari plötu hafi Michael endanlega fullorðnast sem tónlistarmaður, því hér er lítið sem ekkert af unglega og saklausa ferskleikanum sem einkenndi hann áður og gerði hann að mestu súperstjörnu allra tíma. Hér var í raun kominn nýr Michael, beittari, sjálfhverfari, djarfari, listrænni…
Söngstíll Michaels hafði líka breyst og þroskast. Nú notaði hann sína einstöku rödd á miklu teygjanlegri og fjölbreyttari hátt en nokkurntímann áður.

Í mínum huga var hann hér á algjörum HÁPUNKTI ferils síns—Michael Jackson virtist hreinlega “superhuman”, svo fáránlega sem það kannski hljómar. Michael Jackson var “a phenomenon” (svo maður haldi áfram að nota enskuna fallegu)…stærsta stjarna allra tíma. Michael Jackson var alls staðar.
En það átti eftir að breytast mjög fljótlega, því að um sama leyti og DANGEROUS kom út voru einnig gefnar út tvær rokkplötur sem breyttu “meginstraumnum” verulega…og upp úr því fór frægðarsól Konungs Popptónlistarinnar að lækka.

(Það komu út smáskífur og/eða myndbönd við rosalega mörg lög af DANGEROUS, þau eru held ég öll á DVD-disknum “Dangerous: The Short Films” sem ég á því miður ekki (ennþá). Af hverju er ekki búið að gefa út “Michael Jackson: The Complete Videos 1979-2001”?? Annað slagið rekst maður á lög með snillingnum á VH1 sem maður vissi ekki einu sinni að hann hefði gert myndbönd við!)

En best að beina kastljósinu að aðalatriðinu—tónlistinni. Here we go!


*Produced by Teddy Riley and Michael Jackson

1. JAM*
Ég hef lengi fílað þetta lag…þvílíkur kraftur í þessu! Hlustið á þetta Í BOTNI! Taktarnir og soundið í þessu (og hinum Riley-lögunum) er mjög “early 90s”, sumir þurfa kannski að venjast því (það ætti ekki að vera mikið erfiðara en 80s-soundið á THRILLER og BAD), en þetta er bara magnaður andskoti! “Jam” gengur aðallega út á kröftugan rytma og það svínvirkar. Fullkomið upphafslag.
THRILLER-MOMENT: Byrjunin! Lagið byrjar á hljóði í brotnandi gleri, síðan rödd sem telur í, “one, two, three”…og síðan dynur á þér höggbylgja sem helst meira og minna út allt lagið, fimm og hálfa mínútu.
9/10

2. WHY YOU WANNA TRIP ON ME*

Platan heldur áfram með öðru Teddy Riley-lagi. Það byrjar með mjög Hendrix-legum gítar, en síðan kemur takturinn inn og það er augljóst að maður er ekki að hlusta á Hendrix! Pæliði samt í því, ef að Hendrix hefði verið á lífi þá hefði Michael örugglega fengið hann til að spila í þessu og fleiri lögum…
Allavega er þetta mjög flott lag, söngurinn er virkilega nasty, hvæsandi og öskrandi til skiptis. Geðveikir taktar! Kassagítar-rytminn hérna minnir á eitt lag með Justin Timberlake, en við erum ekkert að láta Michael gjalda fyrir það enda er Justin ekkert nema vælukjóa Jackson wannabe sem maður myndi bara hlæja að ef hann reyndi að syngja svona.
THRILLER-MOMENT: Byrjunin og allt intróið!
9/10


3. IN THE CLOSET*
Annað lag sem Justin vinur okkar vildi óska að hann gæti höndlað. Sem hann gæti aldrei, ekki frekar en lagið á undan. “In The Closet” er bara allt of frumlegt og öðruvísi. Ekki að ég sé eitthvað sérstaklega á móti Justin Timberlake, mér finnst hann bara frekar ómerkilegt talent! Og ekki skilja þetta þannig að ég sé endilega að bera saman MJ og JT (eins og það sé hægt!)….Ég held bara að það séu soldið margir sem halda að MJ sé ekkert betri en Justin og hans líkar, bara argasti vælukjói eða eitthvað álíka. Sem bara gæti ekki verið lengra frá sannleikanum.
En nóg um það, eins og ég sagði þá er “In The Closet” alveg einstaklega flott og frumleg lagasmíð. Tónlistin í erindunum er…ummm…óvenjuleg. Allt morandi í “rhythmic vocalizations” (rytmískum raddhljóðum), sem og í flestum hinum Riley-lögunum á plötunni. Michael hefur mikið gert af því að nota röddina í annað en að syngja—alltaf jafn flott!
Það kemur síðan nett á óvart þegar fyrsta viðlagið brestur á—svo einfalt, ofur-catchy og dansvænt að það stingur gjörsamlega í stúf við það sem kom á undan! En allt smellur þetta auðvitað fullkomlega saman í frábæra heild. Einn af hápunktum disksins.
THRILLER-MOMENT: 04:11 - 04:33 — Spennan magnast, magnast, magnast, magnast, magnast, magnast, magnast, magnast, ooog…..viðlagið kickar inn með látum! Ef þú getur setið kyrr á þessu augnabliki þá er eitthvað að. Suh-weeet!!
10/10

4. SHE DRIVES ME WILD*
Smá rokk-fílingur hérna, skemmtilegt lag með flottum söng. Cool texti í viðlaginu: “She's got that look, wanna know me bett-aaa/She's got that look, she's driving me wiiild…” Trommutakturinn er einfaldur en flottur. Bara skemmtilegt lag og lítið meira en það, fínt svona til að brjóta þetta aðeins upp.
6/10

5. REMEMBER THE TIME*
Annað lag sem ég hef lengi fílað, í miklu uppáhaldi. “Remember The Time” er virkilega soulful lag, og ég hugsaði meira að segja með mér um daginn að þetta lag myndi koma rosalega vel út í jazz-útsetningu! Michael kemur líka með smá scat-söng þarna í endann…
Lagið byrjar á því að Michael hittir sína fyrrverandi, og byrjar svona að rifja upp góðu tímana sem þau áttu, með ljúfri rödd….“manstu þegar við…?” En hún virðist ekkert vilja muna þetta góða, hann verður sár út í hana og tónninn breytist…
Allavega þá er þetta alveg yynndislegt lag, melodían og hljómarnir eru svo fallegir og útsetningin er einföld en mjög áhrifarík, svo ekki sé minnst á sönginn sem er bara mm-mmmm!
THRILLER-MOMENT: Hlustaðu á ‘ad-lib’ið í endann…skemmtilegt moment þarna
10/10

6. CAN'T LET HER GET AWAY*
Þetta er eitt af lögunum sem mér fannst bara ekki vera neitt merkileg og bara frekar einhæf og leiðinleg. En eftir heyrnartólahlustunina frægu þá er þetta eitt af uppáhöldunum mínum á disknum. Þetta er ásamt “Remember The Time” mest soul-skotna lag á disknum, og hljómarnir eru bara yynndislegir. Söngurinn frábær, og lagið er virkilega vel produserað. Ég hafði áður aldrei heyrt í píanóinu og strengjunum sem lyfta þessu gjörsamlega á hærra plan. Lagið mætti reyndar vera ca. mínútu styttra, but what the hell.
THRILLER-MOMENT: Öll uppbyggingin á kaflanum 02:48 til 03:41 — Fyrst koma þarna þessi massaflottu hljóð, síðan skiptist yfir í geðveikan rytmískan kafla—Unnh! ekta Jackson!—og svo bætist inn þessi netti söngpartur (“Can’t let go - o - o - o - o - o - o - o - oh…”). Snilld.
9.5/10

7. HEAL THE WORLD
Hérna byrjar sjálf-pródúseraði helmingurinn. Frekar væmið lag, en mjög hugljúft og með góðum boðskap (obviously). Einum of “saccharine” fyrir minn smekk, eins og maður segir. Ekki mikil ævintýramennska í gangi hérna, bara einfalt lag með ósköp fallegri laglínu. Í seinni hlutanum kemur inn gospelkór.
5/10

8. BLACK OR WHITE
Þetta var í rauninni síðasti stórsmellur hins “gamla góða” Michael, og þá meina ég síðasti 100% hressi og skemmtilegi hittarinn hans. Það hafa nú svo mikil vandamál plagað hann síðan, að það er kannski ekkert skrítið að hann hafi ekki mikið verið í stuði til að skrifa svona feelgood lög.
Lagið byrjar á einnar mínútu leiknum kafla sem var líka í myndbandinu og hefði átt að vera bara þar. Macaulay Culkin úr Home Alone-myndunum leikur hérna strákorm sem er að blasta uppáhaldslagið sitt (Slash á gítar) seint um kvöld, pabbi hans segir honum að slökkva, hann svarar fyrir sig með því að hækka ennþá meira, og þá byrjar loksins lagið….hallærislegt. Asnalegt að hafa þetta á disknum.
En lagið sjálft er frábært og ég hef lengi haft gaman af því…þetta var svona “guilty pleasure” áður en ég varð MJ-fan fyrir svona 2-3 árum síðan. :)
Flott gítarriff (einhversstaðar sá ég því líkt við “the Stones on speed”!), hressileg laglína og bara catchy, kröftugt og skemmtilegt í alla staði. Plús góður boðskapur!
9/10

9. WHO IS IT
Annað gleymt meistarastykki. Allir þekkja “Billie Jean”, en hver þekkir “Who Is It”? Varla hægt að ætlast til þess reyndar, þetta er ekki beint popplag, frekar þungt og sorglegt, ekki dansvænt…
Lagið byrjar á (synth-)kór, sem setur strax þunglyndislegan tón. Síðan koma inn bassi og furðuleg takthljóð…og síðan söngurinn. Michael er næstum óþekkjanlegur í fyrstu, hann syngur með allt öðrum tón og fíling en áður.
Lagið er mjög tilfinningaþrungið og sorglegt. Ég held bara að “Who Is It” sé þynglyndislegasta lag sem Michael hefur nokkurntímann gert.
Sumir gagnrýna það fyrir að vera nánast endurgerð á “Billie Jean”, og það er rétt að þetta getur minnt á það klassíska lag. En þetta tekur tilfinningarnar í því nokkrum skrefum lengra, og án danstaktsins. Michael Jackson hefur aldrei verið jafn “ó-commercial” og hér. Spooky útsetning með strengjum og flautu. Textabrot: “I am the dead/I am the dead/I am the agony inside your dying head…” —Magnað.
THRILLER-MOMENT: Flautusólóið.
10/10

10. GIVE IN TO ME
“Beat It” á THRILLER, “Dirty Diana” á BAD, “Give In To Me” á DANGEROUS. Rokklag plötunnar. Gítarriffið í erindunum minnir á byrjunina á einhverju Metallica-lagi. Slash spilar á gítar og tekur nokkur sóló. Virkilega gott lag, vel samið, cool texti…geggjað viðlag…og söngurinn—úff!
8/10

11. WILL YOU BE THERE
Þetta frábæra lag byrjar á um mínútu kórsöngskafla sem er víst eftir Beethoven. Svo kemur annar kórkafli, meira svona “englasálmur”. En svo byrjar lagið sjálft. Fyrst gospelpíanó, svo gospelkór. Þetta er hreinræktað gospellag í alla staði. Það er svona “svífandi” andi yfir þessu…manni finnst söngurinn fljúga með mann yfir lönd og höf. Mjög upplífgandi. “Will You Be There” var síðar notað í myndinni Free Willy, en við látum það ekki trufla okkur. “Inspirational”.
THRILLER-MOMENT: Um miðbikið byrjar Michael að tapa sér algjörlega í tónlistinni, hann syngur alveg úr sér hjartað…þá er eins og hann færist aftur í tíma…og í smástund fáum við aftur að heyra í hinum unga Mike.
10/10

12. KEEP THE FAITH
Smá meiri gospel-fílingur, en ekki eins “inspired” í þetta skiptið. Bara allt í lagi, ekki mikið meira um það að segja, nema söngkaflinn undir lokin er helvíti flottur.
6/10

13. GONE TOO SOON
Michael skrifaði þetta lag ekki, en það er um strák sem dó úr eyðni minnir mig. Hjartnæm innlifun Michaels og falleg útsetning gera það að verkum að það er vel hægt að hlusta á þetta ljúfsára lag.
8/10

14. DANGEROUS*
Titillagið er (eins og er) uppáhalds lagið mitt á þessum disk. Ég dýrka þetta! Það byrjar með hávaða í fjarska sem nálgast og nálgast hratt, og síðan kemur takturinn inn… ARRG! Bassalínan er djúp og trommutakturinn harður og flottur. Svakalegt “drive” í þessu lagi. Síðan kemur inn píanóið sem spilar yndislega hljóma gegnum allt lagið. Ég er mjög hrifinn af píanói og það passar rosalega vel hérna! Svo kemur Michael inn, en hann syngur ekki heldur hvíslar, og segir frá kynnum sínum við þessa “hættulegu” dömu…
Viðlagið er kraftmikið og catchy og söngurinn…úff, úff, og aftur úff! “Dangerous/The girl is so dangerous/Take away my money, throw away my time/You can call me honey, but you're no damn good for me!” Píanóhljómarnir eru ekkert smá svalir, og andrúmsloftið í laginu er alveg magnað, svo ekki sé minnst á danstaktinn. Ef þú getur setið kyrr yfir þessu þá hlýturðu að sitja lamaður í hjólastól. GARGANDI SNILLD!
THRILLER-MOMENT: Allt lagið frá upphafi til enda!
10/10



Og þá er þetta búið. Þetta varð bara ágætis ritgerð hjá mér!
(Gaman að eyða laugardagskvöldi í að skrifa svona…ég er hvort sem er að vinna á morgun, og maður þarf nú ekki að djamma hverja helgi!)


Until next time…


The Soulman