Býst í rauninni ekki við að fólk kannist við þá, sem gerir það bara enn skemmtilegra að kynna þessa 4 bresku stráka fyrir íslenskum poppurum. Ég held að allir kannist við Busted, en þeir tengjast nokkuð mikið sögu þessarar hljómsveitar.

Þegar Matt og James voru að leita að þriðja meðlim Busted, sótti Tom nokkur Fletcher, vinur Matt, um stöðuna en var látin víkja fyrir Charlie Simson.

James og Tom urðu miklir vinir og byrjuðu að semja tónlist saman. Afraksturinn má svo heyra á þó nokkuð mörgum lögum, en Tom hefur með-samið t.d Crash The Wedding og Who's David fyrir Busted (sem til gamans má geta að bæði fóru beint í 1. sæti í Bretlandi).

En Tom langaði alltaf að búa til hljómsveit. Prestige, umboðsskrifsofa Busted, kom Tom í samband við þrja stráka, Harry Judd, Danny Jones og Dougie Poynter, sem saman mynda svo McFly.

McFly semja sína tónlist sjálfir, með hjálp James Busted, og spila á sín hjóðfæri. Tónlistin er svolítið í and 60's hjomsveita á borð við Bítlana.

En af því að allir vilja víta allt um fræga fólkið læt ég fylgja með upplýsingar um strákana fjóra:

Byrjum á Tom Fletcher. Fæddur 17. Júli 1985, sem gerir hann 18 ára, í Harrow. Hann spilar á gítar og syngur en er auk þess lagahöfundur. Hann er ljóshærður með - augu.

Næstur er Danny Alan David Jones. Fæddur 12. Mars 1986, sem gerir hann nýorðinn 18, í Bolton. Hann spilar á gítar og syngur og semur líka lög. Honum er oft ruglað við James Busted, en er nýbúinn að lita hárið dökkbrúnt og er með - augu.

Harry Mark Christopher Judd (líka kallaður Juddy Harry). Fæddur 23. Desember 1985, sem gerir hann 18, í Chelmsford. Hann spilar á trommur og semur eitthvað líka. Hann er dökkhærður með blá augu. Til gamans má geta að hann og Charlie Busted voru saman í einkaskólanum Uppingham.

Yngsti meðlimur McFly er hinn 16 ára gamli Dougie Poynter. Fæddur 30. Nóvember 1987 í Orset Hospial (sem væntalega er spítalinn sem hann fæddist í). Hann spilar á bassa en lítið er vitað um hæfileika hans til lagasmíða.

Fyrsta smáskífa McFly, 5 Colors In Her Hair, verður gefin út nk. mánudag 29. mars. Lagið er mikið spilað í útvarpi og sjónvarpi úti í Bretlandi.

Fyrir nánari upplýsingar um McFly bendi ég meðal annars á http://groups.msn.com/McFlyingYourWay/ og http://easy.go.is/celebrity.