Myndbandið 'Breathe Easy' 'Breathe Easy' heitir lagið og myndbandið.
Langar að koma með smá umfjöllun um þetta myndband.

Strákarnir í Blue fá margar stjörnur fyrir myndbandið enda sjaldgæft að svona frumlegt myndband komi í þennan tíbíska píkupoppsheim, og það besta er að þeir eru ekki aðal númerið í myndbandinu því að fengnir voru leikarar. Lee sjálfur semur lagið, sem táknar þá að skrækirnir eru þó nokkrir en hann Lee má þó eiga það að hann getur haldið lagi, en lagið er ekki fyrir viðkvæmar sálir (þá sem hata píkupopp) þó ég kvetji fólk, hvort sem það eru píkupopparar eða ekki að horfa á myndbandið, svo er líka alltag hægt að taka hljóðið af.

Það tekur nokkurn tíma að átta sig á þessu myndbandinu, en myndbandið gefur til kinna að þegar maður deyr fari maður ekki, heldur sé enþá hjá þeim sem maður elskar, sem er bæði vont og gott, því að lokum finnur manneskjan sem maður elskar sér annan til að elska, en myndbandið gefur einnig til kinna að það eru alltaf e-r hér sem gæta okkar, en það er bara eins og Lee túlkar lagið sitt og það sem Lee heldur.

Í myndbandinu eru strákarnir í Blue samt e-s konar englar sem segja þessa sögu, þó að lagið sé engin saga, þeir eru þarna án þess að lifandi manneskjurnar taki eftir þeim… Það er kona og Maður sem myndbandið fjallar um og það lítur allt út fyrir það að maðurinn sé dáin, en sé þarna.
Myndbandið á án efa ekki að gerast í nútímanum, kanzke svona 1940 – ’70 og frumlegheitin eru mikil.

Myndbandið er svo fallegt og bara listrænt ef það er rétta orðið, og textinn í laginu er flottur og sjálf gef ég myndbandinu 9 stjörnur af 10 og laginu sjálfu 7 og hálfa stjörnu.

Myndbandið er góð skemmtun og lagið einnig, en lagið er held ég bara skemmtun ef maður er píkupoppari.

Takk fyrir mig, og svo hér fyrir neðan er það sem ég skrifaði á heima síðunni minni um lagið http://www.folk.is/binus



Það er sjaldan sem svona frumlegt myndband kemur í píkupoppsheiminn og vá ég gef þessu myndbandi 9 stjörnur af 10. Lagið er einnig frábært en má geta þess að Lee semur það og átti hann hugmyndina um þetta myndband, þetta er e-ð svo sorglegt myndband að manni langar að gráta…. ég myndi ekki hika við að skoða þetta myndband hvort sem maður er píkupoppari eður ei! Í myndbandinu eru þeir e-s konar englar eða e-ð og þótt ótrúlegt megi virðast leika þeir ekki aðal hlutverkið…. Kona missir mann sinn og váááá horfðu bara og þú heillast, ef þú þolir ekki tónlistina þá skaltu bara takana af svo einfalt er það, en myndbandið er frumlegt og því fær enginn neitað!
__________________________________